Fréttir

ÍRB sigurvegari aldursflokkamótsins í ár
Sund | 13. júlí 2021

ÍRB sigurvegari aldursflokkamótsins í ár

Aldursflokkameistaramótið var haldið á Akureyri á dögunum og vann ÍRB mótið með nokkrum yfirburðum.   Mótið hefur verið haldið árlega fyrir sundmenn yngri en sautján ára en nú verður gerð breyting á. Þetta er síðasta mótið með þessu fyrirkomulagi en framvegis verður það fyrir fjórtán ára og yngri.

Lokastaðan var: ÍRB 976 stig, SH 815 stig og Breiðablik 671 stig. Þetta er í tólfta skipti sem ÍRB vinnur AMÍ en félagið var stofnað árið 2001 þegar sunddeildir Njarðvíkur og Keflavíkur sameinuðust. Að þessu sinni tóku 40 sundmenn þátt í mótinu.

Helstu verðlaunahafar helgarinnar.

  • Árni Þór Pálmason varð stigahæstur í sveinaflokki ellefu til tólf ára
  • Sunneva Bergmann Ásbjörnsdóttir varð stigahæst í telpnaflokki þrettán til fjórtán ára
  • Sunneva Bermann Ásbjörnsdóttir hlaut einnig Ólafsbikarinn fyrir bestan árangur í langsundum.

Það er ljóst að við eigum mjög sterkt sundfólk innan okkar raða sem hafa lagt mikið á sig í vetur, þrátt fyrir takmarkanir sem íþróttastarfinu voru settar.  

Hér má sjá frétt Víkurfrétta um mótið, 

ÍRB vann Aldurflokkameistaramótið í sundi með yfirburðum - Víkurfréttir (vf.is)