Upplýsingar um æfingagjöld, greiðslufyrirkomulag og fleira.
Æfingargjöld sundárið 2021-2022
Hópar | Verð 2021-2022 | Fjöldi mánaða | Verð pr mánuð |
Gullfiskar | 17,100 | 1 | 17,100 |
Silungar | 75,800 | 8 | 9,475 |
Laxar | 75,800 | 8 | 9,475 |
Sprettfiskar | 84,800 | 8 | 10,600 |
Flugfiskar | 95,100 | 9 | 10,567 |
Sverðfiskar | 118,100 | 9 | 13,122 |
Háhyrningar | 128,300 | 10 | 12,830 |
Framtíðarhópur | 157,100 | 11 | 14,282 |
Afrekshópur | 167,400 | 11 | 15,218 |
Fjölskylduafsláttur af æfingagjöldum er 15% fyrir hvert barn sem syndir með ÍRB ef fleiri en einn úr fjölskyldu er í sundi.
SSÍ gjald. Sundsamband Íslands innheimtir þjónustugjald af öllum sundfélögum á landinu. Þessi gjöld notar SSÍ til að þjónusta félögin og iðkendur. Rukkað er grunngjald fyrir alla iðkendur kr. 3.000. SSÍ innheimir kr. 7.000 í viðbót fyrir þá sundmenn sem farnir eru að keppa á sundmótum SSÍ (AMÍ, UMÍ og ÍM). SSÍ gjöld eru innifalin í árgjaldinu.
Stungugjöld. Hver stunga á móti kostar a.m.k. 400 kr. Sum félög rukka helmingi meira fyrir hverja stungu. Stungugjöld eru innifalin í árgjaldinu.
Félagsgjald. Allir þátttakendur 10 ára og eldri í Keflavík, íþrótta- og ungmennafélagi og UMFN þurfa að greiða félagsgjald sem er kr. 1000 á ári. Þetta gjald er innifalið í árgjaldinu.
Uppsögn: Ef sundmaður hættir að æfa á tímabilinu er uppsagnarfrestur einn mánuður. Uppsögn skal berast til gjaldkera félagsins á netfangið: hjordis@keflavik.is
Reikningsnúmer og kt. Sunddeildar KEFLAVÍKUR: 0121-26-13000 kt. 500894-2379