Foreldrar innan Keflavíkur standa fyrir ýmsum fjáröflunum. Þessar fjáraflanir geta verið af ýmsum toga s.s. sala á vörum, verkefni sem við tökum að okkur, útburður og ýmislegt fleira. Flestar fjáraflanir eru merktar þeim sundmönnum sem taka þátt og afrakstur fer inn á sundsjóð sundmanna.
Reglur Sundsjóðs Sunddeildar Keflavíkur (SK)
1. gr.
Stofnaður er "sundsjóður" fyrir þá sundmenn SK sem alla jafna hafa náð, eða eru við það að ná, AMÍ lágmörkum. Sjóðurinn er í yfirumsjón sunddeildarinnar, en stjórn sunddeildarinnar felur foreldraráði, eða völdu foreldri, daglega umsýslu. Ágreiningsmál sem kunna að koma upp eru afgreidd af stjórn sunddeildarinnar.
2. gr.
Hagnaði af hverju fjáröflunarverkefni fyrir sig er skipt niður á þá sundmenn sem taka þátt (sjálfir og/eða með aðstoð t.d. foreldra) og er hluti sundmanns færður inn á sundsjóð hans/hennar.
3. gr.
Fé er aldrei greitt úr sundsjóði, heldur getur foreldri valið að niðurgreiða sundtengd verkefni, sér í lagi keppnis- og æfingaferðir sundmanns, með sjóðnum. Bensínkostnaður eða annar rekstrarkostnaður bifreiðar er aldrei greiddur úr sundsjóði. Foreldrar eiga þess einnig kost að nýta sundsjóð til að greiða ÍRB galla og/eða sérhæfðan sundbúnað fyrir æfingar og keppni, til dæmis froskalappir og "fast skin" sundfatnað. Auk þess er heimilt að nýta sjóðinn til kaupa á þrekfatnaði eða skóm einu sinni á ári.
4. gr
Ef sundmaður hættir að æfa sund hjá SK, þá missir hann allan rétt til að nýta sér sjóðinn, ef hann hefur ekki áður geta nýtt sér hann eins og kveður á um hér að ofan. Undantekning á þessari reglu er sú að leyft er að sjóður sé fluttur á milli systkina.
Samskiptanetfang við fjáröflunarnefnd er: fjaroflunarn.irb@gmail.com