Reglur varðandi æfingaferðir

Reglugerð fyrir æfinga- og keppnisferðir Sundráðs ÍRB

  1. Markmið
    Markmið reglugerðar þessarar er að skilgreina ábyrgð, skipulag og framkvæmd æfinga- og keppnisferða Sundráðs ÍRB, tryggja öryggi iðkenda og stuðla að fagmennsku, jafnrétti og jákvæðum anda í ferðum á vegum félagsins.
  2. Gildissvið
    Reglugerðin gildir um allar æfinga- og keppnisferðir innanland og utan sem farnar eru á vegum Sundráðs ÍRB, hvort sem um er að ræða ferðir einstakra hópa eða félagsins í heild.
  3. Þátttaka iðkenda
    Þátttaka í æfinga- og keppnisferðum er bundin við iðkendur sem uppfylla kröfur um aldur, æfingasókn, hegðun og hæfni samvkæmt mati þjálfara.
    • Varðandi æfingaferðar sem farin er annað hvert ár.
      Iðkendur skulu skila af sér að minnsta kosti 90% æfingasókn fyrir ferðina.
      Iðkendur skulu vera skráðir í félagið og hafa greitt æfingagjöld áður en haldið er af stað í ferðina.
      Iðkendur skulu leggja sig fram og gera sitt besta á æfingum.
      Foreldrar/forráðamenn barna og ungmenna skulu veita skriflegt samþykki fyrir þátttöku í ferðinni.
  4. Þjálfarar og farastjórar
    Í öllum ferðum skal vera a.m.k. einn þjálfari eða ábyrgur fararstjóri skipaður af Sundráði ÍRB.
    Þjálfari/fararstjóri ber ábyrgð á skipulagi dagskrár, aga, öryggi og velferð þátttakenda meðan á ferð stendur.
    Hlutfall þjálfara/fararstjóra miðast við aldur og fjölda iðkenda.
    Þjálfarar/farastjórar raða iðkendum í herbergi – herbergisfélagar eru af sama kyni.
  5. Reglur um hegðun
    Iðkendur skulu sýna prúðmennsku, virðingu og góða framkomu gagnvart samferðafólki, andstæðingum, dómurum og öðrum.
    Notkun áfengis, tóbaks, nikótínvara, refrettna eða annarra vímuefna er stranglega bönnuð.
    Brot á reglum getur leitt til agaviðurlaga, brottvísunar úr ferð og/eða útilokunar frá framtíðarferðum á kostnað foreldra/forráðamanna.
    Skrifað er undir upplýst samþykki á foreldrafundi verði iðkandi uppvís um brot á reglum og hver viðurlög þess eru.
  6. Kostnaður og greiðslur
    Sundráð ÍRB skal upplýsa foreldra og iðkendkur um áætlaðan kostnað ferðar með fyrirvara.
    Greiðslufrestur skulu skýrt tilgreindir.
    Endurgreiðslur vegna forfalla fara eftir reglum félagsins og þeim skuldbindingum sem þegar hafa verið stofnað til.
  7. Öryggi og tryggingar
    Öryggi iðkenda skal ávallt haf í fyrirrúmi.
    Þjálfarar skulu hafa aðgang að nauðsynlegum upplýsingum um heilsufar iðkenda.
    Iðkendur skulu vera tryggðir samkvæmt reglum ÍSÍ og/eða ÍRB.
  8. Foreldraþátttaka
    Foreldrar geta tekið þátt í ferðum sem fylgdarmenn ef Sundráð ÍRB samþykkir.
    Foreldrar skulu samt sem áður ekki dvelja á sama hóteli og iðkendur.
    Foreldrar sem taka þátt skulu fylgja sömu reglum og aðrir þátttakendur og virða hlutverk þjálfara.
  9. Gildistaka og endurskoðun
    Reglugerð þessi tekur gildi við samþykkt Sundráð ÍRB.
    Reglugerðin skal endurskoðuð reglulega og uppfærð eftir þörfum.


Hér má sjá reglur til útprentunar

Reglugerð vegna æfingaferða