Sundlaugarnar

Sundmenn okkar æfa í öllum sundlaugum í Reykjanesbæ og aðstaðan er glæsileg.

Hér má sjá myndir af þessari glæsilegu aðstöðu okkar.

 

Í Vatnaveröld við Sunnubraut í Keflavík er 50m innilaug með 6 brautum sem hægt er að breyta í tvær 25m laugar. Þar æfa Landsliðshópur, Keppnishópur, Framtíðarhópur, Áhugahópur, Háhyrningar og Sverðfiskar. 

Í Heiðarskólalaug við Heiðarhvamm í Keflavík er 12,5m laug með 4 brautum. Þar æfa Flugfiskar, Sprettfiskar, Laxar, Silungar og Gullfiskar.
Í Akurskólalaug við Skólabraut í Innri-Njarðvík er 16,6m laug með 4 brautum. Þar æfa Sverðfiskar, Flugfiskar, Sprettfiskar, Laxar, Silungar og Gullfiskar.
Í sundlauginni í Íþróttamiðstöðinni í Njarðvík er 12,5m laug með 4 brautum. Þar æfa Flugfiskar, Sprettfiskar, Laxar og Silungar.