Þjálfarar

Yfirþjálfari og rekstrarstjóri: Jóna Helena Bjarnadóttir
Þjálfar: Sverðfiska Vatnaveröld
Sími: 849-0222
Netfang: 

jona.irbsund@gmail.com

Menntun

  • Stúdentspróf úr FS (2011)
  • BS gráða íþrótta- og heilsufræði (2019)
  • M.Ed. gráða íþrótta og heilsufræði (2021)
  • 1. og 2. Stig þjálfararéttindi ÍSÍ 
  • FINA coach level 2
  • Krakkajóga kennari (2023)
  • Viðurkenndur þjálfari hjá Learn To Swim (2025)
  • Ráðstefnur á vegum Sundsambands Íslands

Starfsreynsla tengd sundi

  • Yfirþjálfari hjá sundeild Þróttar Vogum 2015 – 2017
  • Þjálfun yngri flokka ÍRB frá 2017
  • Sundþjálfun þríþrautardeildar frá 2017

 

Sundreynsla

  • Æfði sund í 17 ár
  • Gullverðlaun í 400m fjórsundi á Smáþjóðaleikum 2011
  • Ýmis landsliðsverkefni
  • Aldursflokka- íslands, og bikarmeistari í sundi
  • Sundstyrk í háskóla í Bandaríkjunum (2012-2015)

Þjálfari: Steindór Gunnarsson
Þjálfar:
Afrekshóp.  
Sími: 8632123
Netfang: steindor.gunnarsson@njardvikurskoli.is

Menntun 

  • 2019-2020 - Bs. í Íþróttafræði
  • 2019-2020 - Diplóma í heilsueflingu
  • 1987- 1989 Nám á háskólastigi: Íþróttakennaraskóli Íslands  
  • 1983- 1987 Menntaskólinn að Laugarvatni: Stúdentspróf 


Önnur menntun tengd sundi eða íþróttum

  • 2019-2020 - Bs. í Íþróttafræði
  • 2019-2020 - Diplóma í heilsueflingu
  • 1989 og 1990 Framkvæmdastjóranámskeið UMFÍ. 
  • Æðsta menntun SSÍ, A, B, C réttindi tengd sundi, lífeðlisfræði, næringarfræði, sálar- og þjálffræði. 
  • Fjölmörg námskeið tengd íþróttum og sundþjálfun. 

 

Starfsreynsla tengd sundi 

  • 2021 - Þjálfari á Paralympics í Tokyo
  • 2018-2021 - Ýmis sundverkefni fyrir ÍF
  • 2015-          Yfirþjálfari hjá ÍRB.
  • 2010-2015  Þjálfari yngri hópa hjá ÍRB.
  • 2001-2010  Yfirþjálfari hjá ÍRB. 
  • 1991-2001  Yfirþjálfari hjá sunddeild UMFN. 
  • 2000-2002  Unglingalandsliðsþjálfari hjá SSÍ. 
  • 2001           Kennari hjá fræðslunefnd SSÍ. 
  • 2002-2004  Landsliðsþjálfari hjá SSÍ 
  • 2004           Landsliðsþjálfari - Ólympíuleikar í Aþenu. 
  • 2002-2004  Nefndarmaður í landsliðsnefnd SSÍ.
  • Þjálfari ársins: 1996, 2006, 2007, 2008.

Laugarvarða- og skyndihjálparpróf 3. hvert ár.

Þjálfari: Árný D. Sverrisdóttir 
Þjálfar: Sundskóli 2, Sundskóli 3 og Flugfiskar í Heiðarskóla.

Sími: 868-4243
Netfang: arny_s80@hotmail.com


 


Um mig:

Ég er fædd árið 1980 og hef lengi verið tengd sundíþróttinni, bæði sem iðkandi í æsku og í dag sem foreldri þar sem börnin mín æfa sund. Ég er sundþjálfari hjá ÍRB og hef lokið þjálfarastigi 1 hjá ÍSÍ. Árið 2024 hlaut ég yfirdómararéttindi og sinni reglulega dómgæslu á sundmótum. Þá hef ég einnig lokið fjölbreyttum námskeiðum í skyndihjálp og björgun, þar á meðal skyndihjálp í óbyggðum. Viðurkenndur þjáfari hjá Learn to Swim (2025). Mér þykir ánægjulegt að styðja við næstu kynslóð sundfólks og leggja áherslu á öryggi, jákvæða reynslu og gleði í íþróttinni.

Þjálfari: Guðný Birna Falsdóttir
Þjálfari:  Sprettfiskar og Flugfiskar Heiðarskóla  
Sími: 867-5385
Netfang: gudnyfalsdottir@gmail.com


 Um mig:

Ég æfði sund í 14 ár. Árið 2021 hætti ég að æfa og byrjaði að þjálfa hjá ÍRB. Ég er fædd árið 2003, er með þjálfarastig eitt og tvö frá ÍSÍ og hef lokið skyndihjálparnámskeiði hjá Rauða krossinum. Ég er útskrifuð sem stúdent frá Fjölbrautarskóla Suðurnesja og er á 3. ári í þroskaþjálfafræði við Háskóla Íslands og vinn sem Þroskaþjálfanemi í Myllubakkaskóla.


Þjálfari: Katla María Brynjarsdóttir
Þjálfar: Sprettfiskar í Akurskóla
Sími: 771-6819

Netfang: katlabrynjars@gmail.com
 

Um mig:

Ég heiti Katla María Brynjarsdóttir og ég er fædd árið 2007. Ég ólst upp í Innri-Njarðvík og hef búið þar alla mína ævi. Ég útskrifaðist frá Akurskóla árið 2023 og þekki því umhverfið og laugina mjög vel. Ég stunda núna nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og er að klára síðasta árið mitt á stúdentsbraut. Ég æfði sund í 12 ár, byrjaði 5 ára gömul í Akurskóla. Ég er nýhætt að æfa og ákvað að byrja að þjálfa hjá ÍRB árið 2025. Ég var hluti af teymi sem var sundnámskeið í Akurskóla árið 2023. Ég hef verið að vinna í Vatnaveröld sumrin 2024 og 2025, og hef lokið skyndihjálparnámskeið á vegum Rauða krossins.

    Þjálfari: Sveinbjörn Pálmi Karlsson
    Þjálfar: Háhyrninga og Framtíðarhóp
    Sími: 776-9976
    Netfang: sveinbjorn.palmi.karlsson@gmail.com

    Um mig:

    Ég heiti Sveinbjörn Pálmi og er 30 ára gamall og hef starfað sem sundþjálfari í 12 ár hjá Breiðablik og ÍRB. Ég byrjaði minn sundferil 3 ára gamall í Breiðholtslaug hjá sundfélaginu Ægi færði mig þaðan yfir í Breiðablik og æfði sund þar til 21 árs aldur. Ég hef þjálfað marga hópa alveg frá yngstu krökkum í sundskóla og alveg upp í framtíðarhóp.

    Þjálfari: Rakel Ýr Ottósdóttir
    Þjálfar: Sundskóli 2 og Sundskóli 3 í Akurskóla
    Sími: 849-1376
    Netfang: rakelyrottos@hotmail.com

    Um mig:

    Ég er 25 ára og hef alltaf haft mjög gaman af sundi, sjálf æfði ég sund í rúm 13 ár bæði á Ísafirði og með ÍRB og byrjaði svo að þjálfa sund árið 2020. Ég kláraði stúdentspróf hjá FS og er núna að læra íþrótta- og heilsufræði í Háskóla Íslands. Einnig hef ég lokið við þjálfarastig 1 og 2 frá ÍSÍ og þjálfarastig 1 hjá SSÍ.

    Þjálfari: Kristín Björt Sævarsdóttir
    Þjálfar: Flugfiskar í Akurskóla og Sverðfiska í Stapaskóla
    Sími: 772-2993
    Netfang: kristinbjort@gmail.com

    Um mig:

    Ég æfði sund frá árunum 1999-2010, ég var í unglingalandsliðinu á mínum tíma.

    Ég hef alltaf haft gaman að sundi, og er núna að taka mín fyrstu skref sem þjálfari.

    Ég hef unnið mikið með börnum, var forstöðukona á heimili hjá fötluðum börnum, og núna er ég með barna og unglingastarf í Njarðvíkurkirkju.

    Ég er sjúkraliði frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti 2015.

    Þjálfari: Þórsteina Þöll Árnadóttir
    Þjálfar: Þrekþjálfari Afrekshóps
    Sími: 862-8372
    Netfang: thorsteina.tholl@gmail.com

    Um mig:

    Ég heiti Þórsteina Þöll og er nema á fyrsta ári í sjúkraþjálfunarfræði. Einnig er ég með BSc í Exercise and Sports Science frá Thomas University (2024) þar sem ég var á námsstyrk að stunda fótbolta. Ég hef litla reynslu af sundi en hef gífurlegan áhuga á hreyfingu og öllu því sem viðkemur henni.