14 dagar í AMÍ og 29 í UMÍ
Mætingin á æfinguna í morgun var frábær, það voru 35 sundmenn sem mættu á hana. 23 úr Landsliðshópi og Úrvalshópi, 1 úr Keppnishópi og 11 úr Framtíðarhópi.
Þessi vika er +2 vika fyrir elstu krakkana. Er þinn sundmaður á réttri leið þar? Mun hann ná þessu markmiði?
Almennt séð ná ungir sundmenn miklum framförum við það að mæta vel á æfingar. Hjá eldri sundmönnum er líka mikilvægt að mæta vel en jafnvel enn mikilvægara að athygli og áreynsla á æfingum sé í toppstandi.
Þegar aðeins tvær vikur eru í AMÍ, stærsta mót ársins fyrir yngri krakkana, aðeins fjórar í UMÍ og þar á eftir landsliðsverkefni hjá mörgum eldra krakkanna er gott að hugsa sig um hvort sundmaðurinn sé að gera allt sem hann á að gera.
Hellið ykkur út í þetta! Góð vinna skilar sér.