14 sundmenn ÍRB í æfingabúðum á vegum Sundsambands Íslands
Um síðustu helgi hélt SSÍ æfingabúðir fyrir efnilega unglinga og þar tóku þátt 14 af þeim 15 unglingum ÍRB sem boðin var þáttaka. Klaudia Malesa, Bjarndís Sól Helenudóttir, Gunnhildur Björg Baldursdóttir, Svanfríður Árný Steingrímsdóttir, Sunneva Dögg Friðriksdóttir, Jóhanna Matthea Jóhannesdóttir, Eydís Ósk Kolbeinsdóttir, Stefanía Sigurþórsdóttir, Karen Mist Arngeirsdóttir, Rakel Ýr Ottósdóttir, Sylwia Sienkiewicz, Jóna Halla Egillsdóttir, Eiríkur Ingi Ólafsson and Ingi Þór Ólafsson voru í æfingabúðunum í Hveragerði ásamt 25 öðrum sundmönnum af Íslandi. Aníka Mjöll Júlíusdóttir var einnig valin en var erlendis ásamt fjölskyldu sinni.
Sundmennirnir tóku þátt í tveimur sundæfingum ásamt ýmsum öðrum æfingum eins og þrek, jóga, körfubolta og fótbolta. Krakkarnir fengu fyrirlestur frá Evu Hannesdóttur Ólympíufara. Þjálfararnir í æfingabúðunum þau Jacky Pellerin, Ragnheiður Runólfsdóttir og Mladen Tepacevic sögðu þeim einnig ýmislegt spennandi um Ólympíuleika og fleira gagnlegt úr reynslubanka sínum. Þau skelltu sér einnig í kalt bað í fossi og horfðu á bíómynd.
Að sögn okkar krakka var mjög gaman í æfingabúðunum og þetta var eitthvað sem þau myndu gjarnan vilja taka þátt í aftur.