Fréttir

Æðisleg grein fyrir sundmenn og foreldra
Sund | 18. júní 2012

Æðisleg grein fyrir sundmenn og foreldra

 

Þó greinin sé ef til vill ekki alveg eins ótrúlega frábær og myndin sem hér fylgir gefur til kynna gæti hún svo sannarlega verið hvatinn að því að breyta viðhorfi sundmanna til æfinganna. Besta karlkyns sundmanninum okkar, Árna Má, finnst þessi grein frábær eigum við þá nokkuð að vera ósammála?

Það eru sumar greinar sem þjálfarar biðja sundmenn sína að lesa og skilja. Þessi er algjörlega ein af þeim en það hangir meira á önglinum.

Foreldrar ættu líka að lesa þessa grein til þess að öðlast betri skilning á því hvernig sundsveitir starfa og hvernig sú ábyrgð hvílir á sundmönnunum að verða í raun betri en æfingakerfið getur boðið upp á eitt og sér.

Það er algengt að þjálfarar séu með 20-30 sundmenn og allt upp í 60 í sumum liðum. Því þarf hver og einn sundmaður að sýna frumkvæði og beina athygli sinni að mikilvægum atriðum varðandi sundið.

Það eru fáir sundmenn sem stefna á það að vera frábærir á hverri æfingu.

Talið um þessa grein við sundmennina ykkar, ræðið hana en látið það duga. Sundmenn verða svo sjálfir að ákveða hvort þeir geri það sem beðið er um eða hvort þeir leggi sig fram jafnvel meira en um er beðið.

http://www.corvallisaquaticteam.org/oscat/UserFiles/Image/the_difference_is_you.htm