Fréttir

Sund | 5. nóvember 2006

Allir í góðu formi !

Okkar fólk var mjög flott nú um helgina á sundmóti Fjölnis sem fram fór í Laugardalslauginni. Fjölmörg verðlaun og mörg ný nöfn komu á óvart með sigri eða verðlaunum í ýmsum greinum.Sundfólkið okkar er í fantaformi og greinilegt er að þær æfingar sem það hefur farið í gegnum í haust eru að skila sér í góðum árangri. Einkar ánægjulegt er líka að sjá nýtt fólk hasla sér völl í verðlaunabaráttunni. Eitt innanfélagsmet féll í 1500m skriðsundi, Gunnar Örn Arnarson bætti sex ára gamalt drengjamet UMFN um 68 sek á frábærum tíma. Til hamingju sundfólk með helgina. Þjálfarar og stjórn. Sjá úrslit á : http://www.sunddeildfjolnis.com