Fréttir

Sund | 26. júní 2010

AMÍ 2010 fer ágætlega af stað

Nú stendur yfir Aldurflokkameistaramót Íslands (AMÍ) í Hafnarfirði. Mótið hefur gengið vel og er öll umgjörð hin besta. Sundmenn okkar eru margir að bæta sig og hafa þeir unnið til margra verðlauna. Liðið er eftir 4 hluta í 2. sæti en Sundlið Ægis er með örugga forystu.

Eftirfarandi sundmenn ÍRB hafa unnið aldurflokkameistara titla eru:

Einar Þór Ívarsson í 1500 m skriðsundi

Birta María Falsdóttir í 100 m flugsundi

Jóhanna Júlíusdóttir í 100 m flugsundi og 200 m baksundi

Ólöf Edda Eðvarðsdóttir í 200 m bringusundi og 100 m bringusund

Lilja Ingimarsdóttir í 200 m bringusundi og 100 m Bringusundi

Soffía Klemenzdóttir í 200 m baksundi

4 x 100 m skriðsund boðsund. Sveinn ólafur, Stefán Örn, Þröstur og Einar Þór

4 x 100 m skriðsund boðsund. Hólmfríður Rún, Íris Dögg, Ólöf Edda og Jóhanna Júlía.

Einnig hafa sundmenn okkar unnið til margra silfur og bronsverðlauna. Það er góður andi í liðinu og sundmenn eru sér sjálfum og okkur öllum til mikils sóma. Hægt er að fylgjast með úrslitum mótsins inná heimasíðu SH http://sh.lausn.is/mot/2010/Ami2010/index.htm

FHD