Sund | 13. júlí 2009
Annar titill hjá Sindra á norska meistaramótinu
Sindri Þór Jakobsson heldur áfram að gera það gott, því eins og við sögðum frá fyrr í dag þá varð hann norskur meistari í 1500m skriðsundi í gær. Í dag þá bætti hann öðrum titli í safnið. Nú sigraði hann í 400m fjórsundi á frábærum tíma 4.34.92 sem er rétt rúmlega þremur sekúndum frá íslandsmeti Arnar Arnarsonar og um leið næst hraðasti tími íslendings í greininni og bæting á besta tíma um tæplega sjö sekúndur. Glæsilegt Sindri :-) Stjórn og þjálfarar.