Fréttir

Sund | 10. júlí 2007

Birkir Már og Erla Dögg í undanúrslit

Morguninn hjá okkar fólki á Danska meistaramótinu var svo sannarlega mjög fínn, bæði í úrslit eftir hádegi sem hefjast kl 15:00 að íslenskum tíma og hægt er að fylgjast með live á netinu á síðunni www.simgrodan.dk/live

Erla Dögg Haraldsdóttir synti ágætis 100m bringusund í morgun og kom fyrst í mark á tímanum 1:13,78 og Birkir Már Jónsson synti ágætt sund í 100m flugsundi þegar hann kom í mark á tímanum 59,26 og endaði í fimmtánda sæti. Þau munu því bæði synda í undanúrslitum eftir hádegi. Allir íslensku keppendurinr á mótinu eru í úrslitum í dag og stefna á góða hluti. Áfram Ísland !