Fréttir

Birta með ÍRB Telpnamet í 800 skrið og Kristófer Íslandsmet í Piltaflokki í boðsundi
Sund | 14. desember 2012

Birta með ÍRB Telpnamet í 800 skrið og Kristófer Íslandsmet í Piltaflokki í boðsundi

 

Birta María bætti tíma sinn í kvöld í 800 m skriðsundi og setti um leið nýtt Telpnamet ÍRB. Hún varð sjöunda og var minna en 2 sekúndur frá ÍRB kvennametinu. Flott sund Birta.

Berglind og Íris voru báðar í sjötta sæti í 100 bringu og bak. Berglind bætti aftur tíma sinn sem er frábært í hennar fyrsta landsliðsverkefni. Íris var einni sekúndu frá sínum besta tíma en hún er að reyna að venjast öðruvísi start padsa en hún á að venjast.

Ólöf varð sjöunda rétt frá tíma sínum frá því í morgun og Jóhanna varð áttunda og bætti tíma sinn. Það fór fram hjá okkur að hún væri í úrslitum þar sem 50 flug var í opnum flokki síðast en er núna í aldursflokkum. Þetta kom því skemmtilega á óvart fyrir okkur hér heima.
 

Á morgun keppir Berglind í 50 bringu, Ólöf í 400 fjór, Jóhanna og Erla í 100 flug og Kristófer og Birta í 100 skrið.

Stelpurnar í yngri aldursflokknum kepptu einnig í 4x100 skriðsund boðsundi. Þrjár af okkar stelpum kepptu. Birta stakk sér fyrst og synti á 1:02.15 sem er fín bæting á hennar tíma. Næst var Ólöf sem var á sínum besta split tíma 1:02.41, Rebekka Jafarian frá Ægi var á 1:02.61 og Íris Ósk á 1:02.66. Þær enduðu í sjötta sæti. Vel gert stelpur.

Kristófer og liðsfélagar hans, Aron og Predrag úr SH og Daníel úr Fjölni settu Íslandsmet í Piltaflokki í 4x100 m boðsundi. Kristófer synti annar og liðið lenti í sjötta sæti.
 

Gangi ykkur öllum vel krakkar. Sýnið hvað í ykkur býr!!!