Sund | 13. júlí 2008
Brons hjá Sindra
Sindri Þór Jakobsson vann bronsverðlaun í unglingaflokki í 200m flugsundi á norska meistaramótinu í dag. Hann hafnaði jafnframt í 5. sæti í opnum flokki á 2.11.45 sem er aðeins frá hans besta tíma sem er 2.08.75. Ágætt sund hjá Sindra sem stefnir á góðan árangur á EMU.