Fréttir

Sund | 23. október 2007

Danska meistaramótið

Á morgun halda fjórir sundmenn ásamt þjálfara til keppni á danska meistarmótinu í 25m laug. Mótið fer fram í Greve sem okkkar fólk þekkir vel frá fyrri ferðum til Danmerkur. Mótið hefst á fimmtudaginn og er fram á sunnudagskvöld. Kepnni hefst alla daga kl. 09:30 og úrslitin kl. 17:00 að dönskum tíma. Ath. tveggja tíma mismunur. Hægt er að fylgjkast með hér: http://www.livetiming.dk/live.php?cid=60.

Þeir sundmenn sem keppa munu á mótinu eru: Árni Már Árnason, Birkir Már Jónnsson, Erla Dögg Haraldsdóttir og Guðni Emilsson.