Fréttir

Sund | 21. júní 2008

Drengja- og stúlknamet hjá SH

Eitt unglingamet var sett í undanrásum  Aldursflokkameistaramót Íslands í  morgun.
 
Drengjasveit  (13-14ára) SH setti nýtt drengjamet í 4x50 m. skriðsundi þegar þeir syntu á 1:48.49 mín.og bættu met ÍRB frá 2007 um 3,21sekúndu.
Sveitina skipa  Njáll Þrastarson, Predrag Milos, Sigurður Friðrik Kristjánsson og Kolbeinn Hrafnkelsson.
 
Hrafnhildur Luthersdóttir setti rétt í þessu stúlknamet, þegar hún synti 200 m bringusund á 2:31.51 mín. en fyrra met átti Erla Dögg Haraldsóttir, 2:32.90 mín, sem var sett í Vestmannaeyjum 2004.