Fréttir

Efstu hóparnir enn á fullu næstu þrjár vikur
Sund | 19. júní 2014

Efstu hóparnir enn á fullu næstu þrjár vikur

Kæru fjölskyldur og sundmenn í efstu hópum

Spennan og árangurinn á AMÍ þýðir ekki að tímabilið sé búið.

Æfingar halda áfram næstu þrjár vikur en þá höldum við sumarmótið okkar sem er síðasti viðburðurinn á sundárinu hjá öllum sundmönnum í Framtíðarhópi, Keppnishópi, Úrvalshópi og Landsliðshópi. Við erum líka með sundmenn sem æfa nú fyrir UMÍ og landsliðsverkefni.

Þeir sundmenn sem ætla til Calella þurfa að klára tímabilið með svarta mætingu eða betra. Hægt er að fá upplýsingar um stöðu mála hjá viðkomandi þjálfara. Við minnum sundmenn í framtíðarhópi að þeir þurfa að mæta á vissan fjölda morgunæfinga miðað við aldur sinn. Ef þið eruð ekki viss um hve margar æfingar á að mæta á getur þjálfari gefið upplýsingar um það. Það eru ekki margar morgunæfingar eftir sem eru í boði fyrir þau svo verið viss um að missa ekki af þeim.

Næsta haust er meðal annars tekið mið af mætingu sundmanna þegar þeim er raðað í hópa svo ef sundmaður hættir að mæta á æfingar núna getur það haft áhrif á mætingastöðu ársins og þar með í hvaða hóp hann getur farið.

Verið því dugleg að æfa næstu þrjár vikur og haldið ykkur í formi. Það er fullt af tíma til þess að gera ýmislegt skemmtilegt og koma þjálfuninni að líka.