Fréttir

Elstu hóparnir áttu flottan dag saman
Sund | 16. júlí 2013

Elstu hóparnir áttu flottan dag saman

Um 40 liðsmenn, flest sundmenn, fóru saman síðasta sunnudag á NMÆ til þess að hvetja íslenska liðið. Sumarfrí hefst hjá elstu hópunum hefst núna um miðjan júlí og þessi dagur var gott tækifæri fyrir sundmenn Landsliðshóps, Keppnishóps, Framtíðarhóps og Áhugahóps að koma saman og horfa saman á nokkur frábær sund. Keppnin á NÆM var hörð og lærðu krakkarnir heilmikið á þessu og voru frábær stuðningur fyrir Íslensku sundmennina. Milli hluta skellti hópurinn sér á Eldsmiðjuna á pitsuhlaðborð og svo í bíó í Smáralind. Daginn áður voru krakkarnir búnir að búa til flott hvatningarspjöld til þess að hafa með sér og styðja sitt fólk og aðra í íslenska liðinu. Þetta var svo sannarlega frábær helgi og við færum Gunnrúnu sérstakar þakkir fyrir að vera yfir skipulaginu á þessari ferð.