Fréttir

Fín byrjun á tímabilinu á RIG
Sund | 22. janúar 2014

Fín byrjun á tímabilinu á RIG

Reykjavíkurleikarnir voru haldnir síðust helgi og var það sundfélagið Ægir sem sá um sundkeppni leikanna. Það er oft erfitt fyrir sundmenn að keppa strax eftir frí en þeir sundmenn ÍRB sem kepptu á mótinu stóðu sig vel. Það var fullt af bætingum og meira að segja verðlaun hjá þeim sem treystu sér í úrslit.

 

Hápunktur mótsins fyrir ÍRB var þegar Eydís Ósk Kolbeinsdóttir náði að vera fyrst okkar sundmanna á 50 m tímabilinu til þess að ná lágmörkum í landsliðsverkefni en hún náði lágmörkum í 800 skrið á Norðurlandameistaramót Æskunnar (NÆM). Gunnhildur Björg Baldursdóttir var aðeins 0.08 sek frá lágmarkinu á sama mót í 200 m flugsundi og Sylwia Sienkiewicz var 0.43 frá lágmarkinu í 200 m flugsundi á Evrópumeistaramót unglinga (EMU). Þó nokkrir sundmenn í elstu hópunum eiga tíma sem eru innan lágmarka en þurfa að synda á þeim tímum á þessu tímabili til þess að tímarnir gildi. Lágmarkatímabilið er fram að ÍM50 sem er í apríl.

 

ÍRB átti einn pall með 1. 2. og 3. sæti á mótinu þar sem Íris Ósk vann gull, Sunneva Dögg silfur og Aleksandra brons í 400 m fjórsundi. Íris Ósk sló ÍRB metið í 50 m skriðsundi í stúknaflokki og var aðeins nokkur sekúndubrot frá opna metinu.

Úrslit og met má sjá hér að neðan.

Úrslit

Ný met á R.I.G

 

Íris Ósk Hilmarsdóttir                 50 Skrið (50m)           Stúlkur-ÍRB

Íris Ósk Hilmarsdóttir                 50 Skrið (50m)           Stúlkur-Keflavík

Sunneva Dögg Friðríksdóttir       200 Skrið (50m)         Stúlkur-Njarðvik

Sunneva Dögg Friðríksdóttir       200 Bak (50m)           Stúlkur-Njarðvik

Eydís Ósk Kolbeinsdóttir             100 Bak (50m)           Telpur-Njarðvík

Eydís Ósk Kolbeinsdóttir             200 Bak (50m)           Telpur-Njarðvík

Gunnhildur Björg Baldursdóttir     200 Flug (50m)          Telpur-Njarðvík