Fréttir

Sund | 12. apríl 2010

Fjölmörg verðlaun á vormóti Ármanns

Sundmenn ÍRB stóðu sig einkar vel á sundmóti Ármanns um sl. helgi. Liðsmenn deildarinnar rökuðu inn verðlaunum og voru að bæta tímana sína verulega í mörgum greinum. Af einstökum árangri bar hæst árangurinn hjá Davíð Hildiberg Aðalsteinssyni, en hann vann tvo bikara á mótinu.  Til hamingju sundmenn. Stjórn og þjálfarar ÍRB.

 

Tekið af heimasíðu Ármenninga:

Sigurjóns-bikarinn er elsti verðlaunabikar sem enn er í gangi hér á landi.  Sigurjón í Álafossi hlaut bikarinn árið 1909 í Hamborg í Þýskalandi fyrir skautahlaup.  Afkomendur hans gáfu Sunddeild Ármanns bikarinn til minningar um hann og er hann veittur árlega á vormóti Ármanns fyrir 100m skriðsund karla.  Að þessi sinni hlaut Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, ÍRB bikarinn, en hann synti á tímanum 52,37.

Að lokum var veittur bikar fyrir stigahæsta einstakling mótsins, samkvæmt stigakerfi FINA.  Davíð Hildiberg Aðalsteinsson ÍRB hlaut bikarinn fyrir afrek sitt í 100m skriðsundi.