Ungu sundmennirnir okkar úr Selum, Höfrungum og Hákörlum (12 ára og yngri) ásamt nokkrum eldri sundmönnum úr Afreks og Framtíðarhópi, kepptu um helgina í Laugardalslauginni á sundmóti Fjölnis.
Talsverðar bætingar og fjölmörg verðlaun unnust hjá ungu sundmönnum ÍRB ásamt því að lágmörk náðust á AMÍ samkvæmt lágmörkum síðasta árs.
|
|
Flest verðlaun ungu sundmannanna vann Sylwia Sienkiewics eða alls fimm.
Þeir sem unnu verðlaun voru: Sylwia Sienkiewics vann gull í 400m fjórsundi, silfur í 100m flugsundi, brons í 200m bringusundi, brons í 200m flugsundi og brons í 100m bringusundi. Svanfríður Steingrímsdóttir vann gull í 100m bringusundi og silfur í 400m fjórsundi.
|
|
Ingi Þór Ólafsson vann silfur í 200m bringusundi og brons í 200m fjórsundi. |
|
Kristján Þórarinn Ingibergsson Ingibergsson vann silfur í 200m baksundi. Sigmar Marijón Friðriksson vann brons í 200m baksundi.
|
|
Flottur árangur hjá þessu ungu og glæstu sundmönnum framtíðarinnar. Næst mót hjá þessum ungu sundsnillingum er hér heima á móti Breiðablik þann 18. nóvember.
Eldri sundmenn ÍRB unnu til margra verðalauna og tveir af þeim voru stigahæstu sundmenn mótsins í karla og kvennaflokki. Kristinn Ásgeir Gylfason í karlaflokki og Margrét Lilja Margeirsdóttir í kvennaflokki.
|
|