Fréttir

Sund | 30. mars 2012

Fjör hjá Sprett-, Flug- og Sverðfiskum

Fjör hjá Sprett-, Flug- og Sverðfiskum í Akur- og Heiðarskóla.


Krakkarnir í Sprettfiskum, flugfiskum og sverðfiskum í Akurskóla og Heiðarskóla gerðu sér góðan dag miðvikudaginn 21. mars. Það hafði verið mikil spenna og tilhlökkun fyrir þessu sundpartýi. Krakkarnir mættu klukkan fjögur og hófst þá bíósýningin, búið var að raða upp stólunum svo þetta var eins og í bíói. Við horfðum á myndina Surfs up eða Brettin upp.  Krakkarnir komu sum með nammi í poka og jöppluðu á yfir myndinni. Það voru pantaðar pítsur og þegar myndin var hálfnuð var gert smá pítsuhlé og en svo var myndinni haldið áfram. Þegar myndin var búin var ein mamman búin að baka þessa líka flottu sundlaugarköku sem vakti mikla lukku hjá krökkunum(sjá á mynd). Einnig voru líka í boði flottar möffins. Þegar myndin var búin og krakkarnir búnir að fá sér köku var kveikt á tónlist. Þetta var flottur dagur með flottum krökkum og vonandi skemmtu allir sér vel.

Kv. Hjördís og Marín Hrund sundþjálfarar í Akur- og Heiðarskóla.