Fréttir

Fjórði og síðasti dagur ÍM 50
Sund | 15. apríl 2013

Fjórði og síðasti dagur ÍM 50

 

Síðustu fjóra daga keppti lið 30 ungra sundmanna frá ÍRB á Íslandsmeistaramóti og vann 2 gull, 8 silfur, 10 brons og var í 13 skipti í fjórða sæti. Baldvin, Þröstur og Sunneva náðu lágmörkum fyrir Ólympíudaga Evrópuæskunnar í Hollandi, Íris Ósk náði lágmörkum á mare nostrum í 3 greinum, nokkrir sundmenn voru mjög nálægt lágmörkum fyrir EMU en hafa enn nokkra mánuði til þess að ná þeim Aðeins einn Íslendingur, Kristinn Þórarinsson hefur náð þeim og við óskum honum öll til hamingju, þetta sýnir hve þung lágmörkin eru. Sunneva Dögg setti Íslandsmet í aldursflokki 13-14 ára í 1500 m skriðsundi. Það var líka frábært að einn af sundmönnum okkar sem syndir erlendis, Davíð Hildiberg, var valinn í liðið sem fer á Smáþjóðaleikana.
 

Barátta kynjanna endaði með sigri stelpnanna 2/1 gegn strákunum. Strákarnir fengu bónusstig fyrir að ná degi með 100% bætingum og fyrir liðsandann en það var samt ekki nóg til þess að komast fram úr stelpunum sem unnu 17 af 20 verðlaunum, 16 af þeim af sundmönnum sem æfa hér í Reykjanesbæ. Strákarnir voru samt sem áður að standa sig vel. Í fyrra náðu margir þeirra ekki í úrslit og enginn af þeim sem æfa hér í Reykjanesbæ átti möguleika á því að vinna til verðlauna en við erum með frábæran hóp ungra manna sem æfa og vinna hörðum höndum alla daga að því að ná árangri og það er að skila sér.
 

Í fyrra unnum við 17 einstaklingsverðlaun en 12 af þeim unnu sundmenn sem æfa erlendis, Erla Dögg, Árni Már og Davíð Hildiberg sem þýðir að í fyrra unnu sundmenn sem æfa í Reykjanesbæ aðeins 5 verðlaun. Í ár  er það frábært að sjá hvernig styrkur okkar í ÍRB er að vaxa. Fyrir tveimur árum áttum við einn sundmann sem var náði á EYOF, Ólöfu Eddu. Í fyrra tvo á NÆM þær Írisi Ósk og Birtu Maríu en nú í ár eru þrír búnir að ná lágmörkunum þau Baldvin, Þröstur og Sunneva. Svanfríður og Sylwia eru rétt við lágmörkin. Þetta eru allt merki um miklar framfarir.
 

Það hefur verið frábært að vinna með þessum hópi sundmanna og ég er viss um að þau séu stolt af þeirri vinnu sem þau hafa lagt í undirbúninginn, stolt af sundum sínum og af árangri liðsins í heild.

Kærar þakkir til allra sem aðstoðuðu um helgina, sérstaklega Magnea, Anna, Ewa og Carla sem voru óþreytandi í því að sinna krökkunum á farfuglaheimilinu. Þetta var löng helgi en einnig skemmtileg með frábærum minningum til þess að rifja upp.

Einnig bestu þakkir til stjórna, þjálfara og stuðningsaðila sem allir lögðu sitt af mörkum til þess að ná þessum góða árangri með mikilli vinnu síðustu mánuði.
 

Úrslit mótsins má skoða hér.

Meiri upplýsingar um síðasta daginn koma hér á eftir!

 

Ólöf Edda vann gull í 400 m fjórsundi síðasta kvöldið og var hún þar með komin með tvö gull en það fyrra vann hún fyrsta kvöldið í 200 m flugsundi. Þetta var 3 besti tími hennar frá upphafi og alveg frábært sund þar sem hún sló ÍRB stúlknametið. Önnur á eftir henni var Jóna Helena með silfur. Baráttan um bronsið var mjög hörð en því miður varð Aleksandra að sætta sig við 4 sætið með litlum mun en hún bætti tíma sinn um 4 sekúndur frá því um morguninn þar sem hún hafði bætt sig um 2 sekúndur. Aleksandra varð svo aftur fjórða í 1500 m skriðsundi þar sem hún bætti sig um 20 sekúndur aðeins 20 mínútum eftir fyrra sundið og setti nýtt ÍRB met og Keflavíkurmet í stúlknaflokki. Mjög spennandi hlutir eru að gerast hjá þessari ungu stúlku.
 

Í 1500 m skriðsundi var Sunneva mjög sterk og eftir 800 m var hún aðeins 3 sekúndum frá tímanum sem kom henni á Ólympíudaga Evrópuæskunnar fyrsta kvöldið. Hún setti kraft í þetta sund og vann brons ásamt því að rústa íslenska telpnametinu og bætti það um 13 sekúndur og setti í leiðinni nýtt ÍRB- og Njarðvíkurmet í telpnaflokki og Kvennaflokki alveg frábært á síðasta degi mótsins. Aleksandra var svo eins og áður sagði fjórða, Eydís Ósk sem er aðeins 12 ára var sjötta, Jóna Halla sem er aðeins 13 ára var sjöunda með meiriháttar bætingu og Guðrún Eir var áttunda með nýtt Njarðvíkurmet í stúlknaflokki og bætti líka tíma sinn. Birta María sem var skráð inn með þriðja besta tímann varð því miður að skrá sig úr keppni vegna veikinda en hún er búin að jafna sig núna og er spennt fyrir næsta æfingatímabili fyrir UMÍ! Frábært allt saman!

Íris Ósk var aftur í eldlínunni og vann brons í 50 bak og náði lágmarkinu á mare nostrum og synti svo fyrsta sprettinn í fjórsunds boðsundi þar sem stelpurnar unnu silfur, þar náði hún líka lágmarkinu og nýju ÍRB kvenna og stúlknameti í 100 bak en var rétt frá EMU lágmarkinu.

Í boðsundinu voru hinar stelpurnar líka sterkar. Svanfríður synti á öðrum besta tíma sínum í 100 bringu eftir að hafa verið fjórða í úrslitunum og bætt sig um eina sekúndu frá því um morguninn þegar hún bætti sig um þrjár sekúndur. Á eftir henni synti Erla á sínum fjórða besta tíma en hún hafði aðeins synt hraðar þegar hún vann silfrið daginn áður hún keppti einnig í 50 flug seinnipartinn og var þar fimmta og bætti tíma sinn í annað sinn sama daginn. Að lokum synti Berglind á frábærum tíma sem er hennar besti frá upphafi 1:02. Þessar stelpur syntu tveimur sekúndum hraðar en Íslandsmetið í stúlknaflokki svo við munum við gott tækifæri skipta á Erlu og Ólöfu Eddu og ná þessum meti sem stúlknasveit.

Karen náði í úrslit í 100 bringu og varð sjötta og bætti tíma sinn. Í yngra boðsundliðinu syntu þær Gunnhildur, Matthea, Rakel og Sandra og stóðu þær sig vel, Gunnhildur bætti tíma sinn í baksundinu og hinar þrjár syntu mjög vel og voru með góða tíma og sumir þeirra óstaðfestir bestu tímar.

Strákarnir áttu líka frábæran dag. Kristófer vann til fyrstu verðlaunanna sinna þegar hann fékk brons á nýjum besta tíma sem hann tvíbætti um eina sekúndu sama daginn. Kristó nálgast EMU lágmarkið og með góðri einbeitningu mun hann halda áfram og ná þessum síðustu 2 sekúndum sem eftir eru.
 

Alexander bætti sig frá því um morguninn og var rétt undir sínum besta tíma og var sjötti. Mjög góður árangur miðað við hann hann er nýfarinn að æfa aftur og ætlaði ekki einu sinni að keppa. Hann synti í úrslitum í 3 einstaklingsgreinum og tveimur boðsundum og bætti tíma sinn í 100 skrið. Velkominn aftur Alexander!

Baldvin náði EYOF lágmarkinu í 400 fjór um morguninn. Eftir að hafa náð tveimur brons verðlaunum, synt í úrslitum í fjórum greinum og boðsundi var hann orðinn þreyttur svo hann gaf allt í þetta sund um morguninn. Sundið í úrslitunum náði ekki að vera á sama tíma og hið fyrra og hann varð sjötti.

Strákarnir syntu einnig boðsund og var Gummi undir einni mínútu í annað sinn á ævinni í fyrsta spretti, rétt frá besta tíma sínum sem hann náði á föstudaginn. Á eftir syntu Alexander, Jón og Þröstur. Ingi synti fyrsta sprett hjá yngri strákunum og bætti sig um sekúndu og var á 1:02, á eftir komu Björgvin, Eiríkur og Daníel. Frábær vinna hjá þessum liðum í lok mótsins.