Flottur árangur á haustmóti ÍRB
Haustmót ÍRB var hið fínasta mót þar sem sundmenn nýttu tækifærið til þess að slá Íslandsmet, ná lágmörkum á ÍM25 og Euro meet ásamt því að ná sér í reynslu í því að synda langsund. Allir yngstu krakkarnir á mótinu (Háhyrningar) syntu 400 skrið eða 1500 skrið. Hin unga og efnilega Eva Margrét sem er 8 ára synti 1500 skrið og stóð sig alveg frábærlega vel. Hún setti ÍRB met í 200, 400, 800 og 1500 skrið allt í einu sundi. Til hamingju öll sem prófuðuð að synda langsund í fyrsta sinn, bættuð tíma ykkar eða náðuð lágmörkum á mótinu!
Á mótinu voru nokkur met loksins slegin. Elsta metið sem féll var slegið af einni af eldri stelpunum okkar, Íris Ósk bætti ÍRB met Eydísar Konráðsdóttur í 100 bak kvenna frá árinu 1997.
15-17 ára stelpurnar Aleksandra, Ólöf Edda, Birta María, Sunneva Dögg og Íris Ósk slógu met sem boðsundsveit úr Ægi átti síðan 2006 í 4x100 fjórsundi (25 m laug) og 4x200 skrið (í 50 m laug). Sunneva setti í leiðinni nýtt Njarðvíkurmet í opnum flokki sem Erla Dögg átti síðan 2007 og ÍRB telpnamet síðan 2012.
Ungu stelpurnar þær 11-12 ára stóðu sig líka vel. Stefanía, Aníka Mjöll, Matthea og Klaudia slógu Íslandsmet í meyjaflokki sem ÍRB átti síðan 2005 í 4x50 skrið (25 m laug) og í 4x100 skrið og 4x100 fjór (50 m laug) en sveit frá ÍRB átti þau síðan 2012. Stefanía setti líka nýtt ÍRB met í 100 skrið í fyrsta sprettinum í boðsundinu en það met átti Soffía Klemenzdóttir síðan 2005 og var Stefanía aðeins hállfri sek frá Íslandsmetinu í meyjaflokki.
Það var afar flott að sjá hve margir náðu bestu tímum sérstaklega miðað við hvar við erum stödd í æfingaferlinu, rétt fyrir hvíldartímabilið sem er nú að hefjast í undirbúningi fyrir ÍM25 eftir nokkrar vikur af erfiðum æfingum. Án efa mjög spennandi tímar framundan hjá ÍRB.
Takk allir sem unnu í sjálfboðavinnu og gerðu þetta mögulegt, takk fyrir þjálfarar og sundmenn fyrir ykkar miklu vinnu.
Hér fyrir neðan má sjá lista yfir met sem slegin voru á mótinu ásamt úrslitum:
Úrslit einstaklingar 25 m laug
Úrslit einstaklingar 50 m laug
ÍRB Haustmót SC-ný met
Íris Ósk Hilmarsdóttir 100 Bak (25m) Konur-ÍRB
Íris Ósk Hilmarsdóttir 100 Bak (25m) Konur-Keflavík
Íris Ósk Hilmarsdóttir 100 Bak (25m) Stúlkur-ÍRB
Íris Ósk Hilmarsdóttir 100 Bak (25m) Stúlkur-Keflavík
Eva Margrét Falsdóttir 200 Skrið (25m) Snótir-ÍRB
Eva Margrét Falsdóttir 200 Skrið (25m) Snótir-Keflavík
Eva Margrét Falsdóttir 400 Skrið (25m) Snótir-ÍRB
Eva Margrét Falsdóttir 400 Skrið (25m) Snótir-Keflavík
Eva Margrét Falsdóttir 800 Skrið (25m) Snótir-ÍRB
Eva Margrét Falsdóttir 800 Skrið (25m) Snótir-Keflavík
Eva Margrét Falsdóttir 1500 Skrið (25m) Snótir-ÍRB
Eva Margrét Falsdóttir 1500 Skrið (25m) Snótir-Keflavík
Íris Ósk Hilmarsdóttir 4 x 100 Fjór (25m) Stúlkur-Íslands
Ólöf Edda Eðvarðsdóttir
Aleksandra Wasilewska
Sunneva Dögg Friðríksdóttir
Íris Ósk Hilmarsdóttir 4 x 100 Fjór (25m) Stúlkur-Íslands
Klaudia Malesa 4 x 50 Skrið (25m) Meyjar-Íslands
Klaudia Malesa 4 x 50 Skrið (25m) Meyjar-ÍRB
ÍRB Haustmót LC
Sunneva Dögg Friðriksdóttir 200 Skrið (50m) Telpur-ÍRB
Stefanía Sigurþórsdóttir 100 Skrið (50m) Meyjar-ÍRB
Stefanía Sigurþórsdóttir 100 Skrið (50m) Meyjar-Keflavík
Eva Margrét Falsdóttir 400 Skrið (50m) Snótir-ÍRB
Eva Margrét Falsdóttir 400 Skrið (50m) Snótir-Keflavík
Sunneva Dögg Friðríksdóttir
Sunneva Dögg Friðríksdóttir
Stefanía Sigurþórsdóttir
Stefanía Sigurþórsdóttir
Aníka Mjöll Júlíusdóttir 4 x 100 Skrið (50m) Meyjar-Íslands
Aníka Mjöll Júlíusdóttir 4 x 100 Skrið (50m) Meyjar-ÍRB
Ólöf Edda Eðvarðsdóttir
Aleksandra Wasilewska
Sunneva Dögg Friðríksdóttir
Aníka Mjöll Júlíusdóttir
Jóhanna Matthea Jóhannesdóttir
Stefanía Sigurþórsdóttir
Aníka Mjöll Júlíusdóttir
Jóhanna Matthea Jóhannesdóttir
Stefanía Sigurþórsdóttir
Aleksandra Wasilewska
Birta María Falsdóttir
Íris Ósk Hilmarsdóttir
Aleksandra Wasilewska
Birta María Falsdóttir
Íris Ósk Hilmarsdóttir
Jóhanna Matthea Jóhannesdóttir
Aníka Mjöll Júlíusdóttir
Klaudia Malesa
Jóhanna Matthea Jóhannesdóttir
Aníka Mjöll Júlíusdóttir
Klaudia Malesa
Stefanía Sigurþórsdóttir
Jóhanna Matthea Jóhannesdóttir
Klaudia Malesa
Stefanía Sigurþórsdóttir
Jóhanna Matthea Jóhannesdóttir
Klaudia Malesa