Fréttir

Sund | 23. október 2006

Flottur árangur um helgina !

 

Mikið var að gerast hjá sundfólkinu okkar um helgina en þá fóru fram tvö sundmót.

Í Laugardalslauginni fór fram  B-mót KR sem sniðið var að þörfum þeirra yngstu, þangað fóru u.þ.b. 50 börn. Þar var okkar fólk ávallt í fremstu röð og stóð sig gríðarlega vel.

 

Í Hafnarfirði fór síðan fram stórmót KB banka og SH í Sundhöll Hafnarfjarðar. Það mót var sniðið að eldra sundfólkinu, með undanrásum og úrslitum. Okkar fólk var að standa sig sérlega vel og náðu fimm einstaklingar inn í landsliðshópa SSÍ. Það voru þau Diljá Heimisdóttir, Elfa Ingvadóttir, Erla Dögg Haraldsdóttir, Guðni Emilsson og Marín Hrund Jónsdóttir. Alls eigum við nú átta sundmenn í landsliðshópum SSÍ. Til marks um árangur helgarinnar þá féllu 12 innanfélagsmet. Davíð Hildiberg Aðalsteinsson með eitt met, Elfa Ingvadóttir með tvö met, Erla Dögg Haraldsdóttir með tvö met, Guðni Emilsson með eitt met, Gunnar Örn Arnarson með tvö met, Marín Hrund Jónsdóttir með eitt met og Soffía Klemenzdóttir með tvö met.

 

Ekki voru veitt hefðbundin verðlaun, en bikarar voru veittir fyrir átta efstu sætin hjá konum og körlum, þar átti okkar fólk 10 af þeim 16 gripum sem afhentir voru.

Eftirtaldar konur voru í átta efstu sætunum:

1. Erla Dögg Haraldsdóttir ÍRB
2. Soffía Klemenzdóttir ÍRB
3. Elfa Ingvadóttir ÍRB
4. Snjólaug Tinna Hansdóttir SH
5. Lilja Ingimarsdóttir ÍRB
6. María Hrund Jónsdóttir ÍRB
7. Hildur Erla Gísladóttir SH
8. Diljá Heimisdóttir ÍRB


Eftirtaldir karlar voru í átta efstu sætunum:

1. Mladen Tepavcevic SH
2. Guðni Emilsson ÍRB
3. Davíð Hildiberg Aðalsteinsson ÍRB
4. Hilmar Pétur Sigurðsson ÍRB
5. Bragi Þorsteinsson SH
6. Sindri Snævar Friðriksson SH
7. Gunnar Örn Arnarson ÍRB
8. Garðar Snær Sverrisson SH

Samtals kepptu um 130 sundmenn á mótinu, um 65 sundmenn frá SH og 50 sundmenn frá ÍRB, tíu sundmenn frá KR og Ármanni og svo voru um 20 keppendur frá Danmörku.