Foreldrafundur 30. apríl vegna Landsbankamóts
	Landsbankamót ÍRB verður haldið 10.-12. maí. Þetta mót er eitt það
	stærsta á árinu og til að geta haldið svona stórt mót þurfa allir
	foreldrar sundmanna í ÍRB að taka höndum saman og leggja sitt af
	mörkum.
	
	Við bjóðum liðunum sem sækja okkur heim upp á mat, gistingu, sjoppu og
	bíó og í tengslum við mótið verður líka okkar árlega Lokahóf haldið í
	FS og því mikið um að vera.
	
	Allir geta lagt hönd á plóginn þar sem störfin eru fjölbreytt. Þetta
	er eina mótið þar sem við óskum eftir að allir foreldrar gerist
	sjálfboðaliðar og leggi vinnu af mörkum fyrir félagið og vonum við að
	allir taki enn og aftur vel í þessa beiðni okkar.
	
	Þriðjudaginn 30. apríl kl. 19:30 í  íþróttahúsinu við Sunnubraut verður foreldrafundur vegna mótsins.
	Þar verður farið yfir hvaða störf eru í boði og tímasetningar.
	
	Mjög mikilvægt er að hver og einn sundmaður í ÍRB eigi fulltrúa á fundinum.

 
						