Fréttir af Akranesleikunum - foreldrafundi
Á ljómandi góðum foreldrafundi í kvöld voru valdir 5 fararstjórar til að fara með sundmönnum Írisar/Sóleyjar á Akranesleikana. Fararstjórar, ásamt nokkrum fleiri foreldrum, munu sjálfir sjá um að keyra sundmennina til Akraness. Með því að sleppa föstudegi og fá keyrslu frá fararstjórum og foreldrum, ásamt smá styrk frá deildinni, er verðmiðinn kominn niður í 5.000 kr. per sundmann.
Farið verður frá Sundmiðstöðinni laugardaginn 7. júní klukkan 9:00 og komið heim aftur á sama stað um klukkan 15:00 á sunnudeginum. Við sjáum fram á mjög skemmtilega ferð og þeir sundmenn sem hafa enn ekki skráð sig hafa loka frest næstu tvo daga, fimmtudag og föstudag, til að tilkynna þátttöku til þjálfara.
Þjálfarar og stjórnin.