Fréttir

Sund | 26. júlí 2011

Fréttir af Ólympíudögum æskunnar

Fréttir af Ólympíudögum æskunnar í Tyrklandi frá Anthony:
 
Sundmenn eru að synda á góðum tímum nálægt sínum bestu tímum. Það er margt sem þarf að glíma við en fyrst og fremst er það sú harða og mikla keppni sem sundmenn mæta hér. Sem dæmi var sigurvegarinn í 13-14 ára stúlknaflokki í 100 m skriðsundi á tímanum 55:90 og sigurvegarinn 15-16 ára drengjaflokki í 400 skrið var á 3:53.
 
Fyrsta daginn, í gær, var Rebekka að bæta tíma sinn örlítið  í 400 skrið (4:38) og var í 17 sæti. Kristinn var 1 sek frá sínum besta tíma í 200 m baksundi (2:14) og var í 24 sæti. Ólöf var svolítið frá sínum besta tíma í 200 bringu en en náði í B úrslit og var í 15. sæti 1 sek frá sínum besta tíma (2:43).
 
Á morgun er hvíldardagur en við höldum áfram á fimmtudaginn þegar Daníel syndir 200 flug, Ólöf 400 fjór og Rebekka 200 skrið. Síðasta daginn syndir Daníel 400 fjór, Ólöf 200 flug, Rebekka 800 skrið og Kristinn 100 bak.
 
Sundmennirnir læra heilmikið, njóta sundíþróttarinnar og geta rætt um sundið við sundmenn allstaðar að úr Evrópu. Þetta mót opnar augu þeirra fyrir því hvað er mögulegt fyrir þau ef þau leggja hart að sér. Í dag var Ólöf sú eina sem náði í  í B úrslit og var aðeins 0.5 frá sínum besta tíma undanrásum í 200 fjór (2:27) en nokkur smámistök þýddu það að hún synti 0.5 sek hægar í úrslitunum og lenti í 15. sæti (2:28). Boðsundið í morgun boðaði gott þar sem Daníel átti besta tímann 2:02 (3 sem hraðar en hans besti tími), Rebekka (2:16) og Kristinn (2:02) á sínum bestu tímum og Ólöf 1 sek betur en á sínum besta tíma (2:15).