Fréttir

Fundur með sálfræðingi
Sund | 10. október 2012

Fundur með sálfræðingi

Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur kom til okkar í gærkvöld og hélt afar áhugaverðan fyrirlestur fyrir elstu sundmenn okkar og foreldra þeirra. Hún talaði um mikilvægi markmiðasetningar, sjálfstraust, skipulag og margt annað gagnlegt. Erindi Hafrúnar var fróðlegt og á örugglega eftir að koma flestum sem á það hlýddu að gagni. Mjög góð mæting var á fyrirlesturinn og voru allir sundmenn mættir á hann auk þess voru nánast allir með foreldri með sér.Við þökkum Hafrúnu kærlega fyrir gott og fróðlegt erindi og sundmönnum og foreldrum þeirra fyrir komuna.