Gleði og skemmtun á lokahófi
Hið árlega lokahóf ÍRB var haldið beint í kjölfarið á Landsbankamótinu. Eins og venjulega var þetta afar gleðileg kvöldstund og mættu yfir 200 sundmenn, fjölskyldur þeirra og boðsgestir. Lokahófsgestir snæddu saman ljúffengan kvöldverð, reyndu á heppnina í stóru happdrætti og svo voru að sjálfsögðu veitt ýmis verðlaun. Kynnir kvöldsins var Kristinn Ásgeir Gylfason gamalkunnur sundmaður úr okkar röðum. Við færum Kristni kærar þakkir fyrir frábæra frammistöðu!
Við fengum einnig að sjá glæsileg skemmtiatriði. Danshópur frá Danskompaný sýndi listir sínar og töframaðurinn snjalli Jón Arnór sem keppti á síðasta ári í Ísland Got Talent heillaði salinn upp úr skónum með töfrabrögðum sínum!
Mikill fjöldi verðlauna var veittur, sum fyrir árið 2014 en önnur fyrir tímabilið 2014/2015. Hér fyrir neðan er listi yfir stærstu verðlaunin.
Við færum þeim foreldrum sem sáu um skipulag og undirbúning kvöldsins innilegustu þakkir fyrir en við stjórnvölinn var Sigrún Karlsdóttir. Kvöldið var frábært í alla staði, kærar þakkir til allra sem gátu komið og við vonum að allir hafi skemmt sér vel.
Stærstu verðlaunin hlutu:
XLR8 sundmenn ársins (skýringar á xlr8 kerfinu hér)
Konur: Erla Sigurjónsdóttir (40,000 Kr.)
Karlar: Kristófer Sigurðsson (40,000 Kr.)
Stúlkur: Sunneva Dögg Friðriksdóttir (30,000 Kr.)
Piltar: Baldvin Sigmarsson (30,000 Kr.)
Telpur: Stefanía Sigurþórsdóttir (20,000 Kr.)
Drengir: Sigmar Marijón Friðriksson (20,000 Kr.)
Meyjur: Diljá Rún Ívarsdóttir (10,000 Kr.)
Sveinar: Tristan Þór K Wium (10,000 Kr.)
Hnátur: Eva Margret Falsdóttir
Hnokkar: Clifford Dean Helgason
Snótir Stefanía Ósk Halldórsdóttir
Snáðar: Guðmundur Leo Rafnsson
Sprettsundkóngur og -drottning (samanlagður tími í 25m greinum)
Konur: Erla Sigurjónsdóttir
Karlar: Kristófer Sigurðsson
Stúlkur: Sylwia Sienkiewicz
Piltar: Baldvin Sigmarsson
Telpur: Eydís Ósk Kolbeinsdóttir
Drengir: Jakub Cezary Jaks
Meyjur: Diljá Rún Ívarsdóttir
Sveinar: Tristan Þór K Wium
Hnátur: Eva Margrét Falsdóttir
Hnokkar: Fannar Snævar Hauksson
Snótir Stefanía Ósk Halldórsdóttir
Snáðar: Hafsteinn Emilsson
Viðurkenningar fyrir skuldbindingu
Afrekshópar
Framúrskarandi mæting
Eydís Ósk Kolbeinsdóttir
Sylwia Sienkiewicz
Karen Mist Arngeirsdóttir
Gunnhildur Björg Baldursdóttir
Sandra Ósk Elíasdóttir
Rakel Ýr Ottósdóttir
Ingi Þór Ólafsson
Stefanía Sigurþórsdóttir
Svanfriður Steingrímsdóttir
Sunneva Dögg Friðriksdóttir
Erna Guðrún Jónsdóttir
Klaudia Malesa
Jóhanna Matthea Jóhannesdóttir
Kolbrún Eva Pálmadóttir
Diljá Rún Ívarsdóttir
Eva Margrét Falsdóttir
Fannar Snævar Hauksson
Góð mæting
Þröstur Bjarnason
Íris Ósk Hilmarsdóttir
Björgvín Theodór Hilmarsson
Eiríkur Ingi Ólafsson
Tristan Þór K Wium
Eva Rút Halldórsdóttir
Guðný Birna Falsdóttir
Kári Snær Halldórsson
Sólveig María Baldursdóttir
Þórdís María Aðalsteinsdótir
Clifford Dean Helgason
Yngri hópar
Háhyrningar Solveig María Baldursdóttir
Sverðfiskur A Embla Önnudóttir
Sverðfiskur V Guðmundur Leo Rafnsson
Flugfiskur A Denas Kazulis
Flugfiskur H Óli Viðar Sigurbjörnsson
Flugfiskur N Vigfús Alexander Róbertsson
Sprettfiskur A Sindri Már Eiríksson
Sprettfiskur H Aron Logi Halldórsson
Sprettfiskur N Kara Sól Gunnlaugsdóttir
Sundmenn ársins
Landsliðhópur Eydís Ósk Kolbeinsdóttir
Úrvalshópur Sandra Ósk Elíasdóttir
Framtiðarhópur Diljá Rún Ívarsdóttir
Háhyrningar Stefanía Ósk Halldórsdóttir
Sverðfiskur A Katla María Brynjarsdóttir
Sverðfiskur V Thelma Lind Einarsdóttir
Flugfiskur A Athena Líf Þrastardóttir
Flugfiskur H Fjóla Margrét Viðarsdóttir
Flugfiskur N Sólon Siguringason
Sprettfiskur A Sigmundur Þór Sigurmundasson
Sprettfiskur H Daði Rafn Falsson
Sprettfiskur N Jana Guðlaug Ómarsdóttir
Kattan bikarinn fyrir fyrirmyndarviðhorf
Ingi Þór Ólafsson
Sylwia Sienkiewicz