Fréttir

Glimrandi árangur á UMÍ-ÍRB liðið að þroskast
Sund | 1. júlí 2014

Glimrandi árangur á UMÍ-ÍRB liðið að þroskast

Í kjölfar Aldursflokkameistaramóts Íslands (AMÍ) þar sem sundmenn 15 ára og yngri kepptu og ÍRB vann 159 verðlaun þar af 67 gull, SH 67 verðlaun þar af 22 gull og Ægir 66 verðlaun og 20 gull hélt unglingalið ÍRB á Unglingameistaramót Íslands (UMÍ) fyrir sundmenn 15-20 ára.

Sú gagnrýni hefur heyrst að ÍRB sé bara lið fyrir unga sundmenn og að þar séu ekki neinir eldri sundmenn og þó ekki sé líklegt að hér verði nokkurntíman stórt lið eldri sundmanna þar sem hér eru færri tækifæri í námi en í stærri bæjum sýndi ÍRB mikinn styrk á UMÍ og það er alveg ljóst að liðið okkar er að þroskast og eldast vel.

ÍRB voru sigurvegarar mótsins með 90 verðlaun og þar af 43 gull. Næst á eftir var SH með 49 verðlaun og 14 gull og þar á eftir Fjölnir með 13 verðlaun og 7 gull. ÍRB vann 46% allra verðlauna á mótinu og 62% af gullverðlaunum. Á síðasta ári vann ÍRB aðeins 64 verðlaun en næst á eftir kom SH með 45.

Kristófer Sigurðsson (18-20), Þröstur Bjarnason (15-17) og Sunneva Dögg Friðriksdóttir (15-17) unnu til verðlauna fyrir stigahæstu sund í sínum aldursflokkum.

Tvö óstaðfest Íslandsmet voru slegin á mótinu í báðum tilvikum blandaðar boðsundsveitir ÍRB. Liðin skipuðu þau Íris Ósk, Karen Mist, Þröstur og Baldvin í fjórsundi og Baldvin, Sunneva, Íris og Þröstur í skriðsundi. Þröstur var mjög nálægt Piltametinu þegar hann sló ÍRB metið í Karla- og Piltaflokki í 800 m skriðsundi á tímanum 8:36.11 aðeins 0.15 frá Íslandsmetinu í Piltaflokki.

Í UMÍ liðinu okkar voru 18 sundmenn á aldrinum 15-20 ára og einn yngri sundmaður sem synti í boðsundi. Í ár ákvað SSÍ að leyfa 13-14 ára sundmönnum að synda á mótinu en þau máttu ekki vinna til verðlauna. Við hjá ÍRB ákváðum að hafa fókusinn á eldri krökkunum eins og mótið var hugsað þar sem 13-14 ára hópurinn var að keppa á AMÍ fyrir aðeins 2 vikum.

Á þessu sundári 2013/2014 var ÍRB með flest verðlaun allra liða á ÍM25, AMÍ og UMÍ, við unnum Bikarkeppni í 1. og 2. deild kvenna vorum með næst flest verðlaun á ÍM50 og í 2. Sæti í 1. deild í bikarkeppni karla. Þetta hefur verið alveg ótrúlegt ár hjá okkur!

Úrslit UMÍ er að finna hér:

Boðsund
Einstaklingar

Met sem sett voru á mótinu (án óstaðfestra Íslandsmeta í boðsundi):

Þröstur Bjarnason                                    800 Skrið (50m)               Karlar-ÍRB
Þröstur Bjarnason                                    800 Skrið (50m)               Karlar-Keflavík
Sunneva Dögg Friðriksdóttir                  100 Skrið (50m)                  Konur-Njarðvík
Þröstur Bjarnason                                    800 Skrið (50m)               Piltar-ÍRB
Þröstur Bjarnason                                    800 Skrið (50m)               Piltar-Keflavík
Sunneva Dögg Friðriksdóttir                  100 Skrið (50m)                  Stúlkur-Njarðvík
Sunneva Dögg Friðriksdóttir                  100 Bak (50m)                    Stúlkur-Njarðvík
Sunneva Dögg Friðriksdóttir                  200 Bak (50m)                    Stúlkur-Njarðvík

Baldvin Sigmarsson                                    4x50 Skrið (50m)           Karlar/Konur-ÍRB
Sunneva Dögg Friðriksdóttir
Íris Ósk Hilmarsdóttir
Þröstur Bjarnason

Íris Ósk Hilmarsdóttir                           4x50 Fjór (50m)                  Karlar/Konur-ÍRB
Karen Mist Arngeirsdóttir
Baldvin Sigmarsson
Þröstur Bjarnason

Baldvin Sigmarsson                               4x50 Skrið (50m)                  Piltar/Stúlkur-ÍRB
Sunneva Dögg Friðriksdóttir
Íris Ósk Hilmarsdóttir
Þröstur Bjarnason

Íris Ósk Hilmarsdóttir                           4x50 Fjór (50m)                  Piltar/Stúlkur-ÍRB
Karen Mist Arngeirsdóttir
Baldvin Sigmarsson
Þröstur Bjarnason


Liðið skipuðu:

Karen Mist Arngeirsdóttir (bara boðsund)
Þröstur Bjarnason
Ólöf Edda Eðvarðsdóttir
Jóna Halla Egillsdóttir
Birta María Falsdóttir
Sunneva Dögg Friðriksdóttir
Daníel Diego Gullien
Íris Ósk Hilmarsdóttir
Björgvin Theodór Hilmarsson
Agata Jóhannsdóttir
Eiríkur Ingi Ólafsson
Ingi Þór Ólafsson
Sylwia Sienkiewicz
Baldvin Sigmarsson
Kristófer Sigurðsson
Erla Sigurjónsdóttir
Svanfríður Steingrímsdóttir
Aleksandra Wasilewska