Góður árangur á sundmóti Fjölnis
Sundmenn úr röðum ÍRB náðu góðum árangri á Haustmóti Fjölnis sem fram fór í Laugardalslauginni núna um helgina. Líkt og endranær náðu flestir af okkar ágætu sundmönnum að bæta sinn fyrri árangur og krækja í fjöldann allan af verðlaunapeningum. Jóhanna Júlía Júlíusdóttir og Kristófer Sigurðsson fengu sérstakar viðurkenningar fyrir að vera stigahæstu einstaklingar í sínum aldursflokkum, þar að auki setti Jóhanna tvö ÍRB met, þ.e. í 100 og 200 metra baksundi. Einar Þór Ívarsson 12 ára gerði sér einnig lítið fyrir og bætti 10 ára gamalt ÍRB met í 400 metra fjórsundi í sveinaflokki.