Góður árangur íslenskra sundmanna á NMÆ
Norðurlandameistaramót æskunnar, NMÆ, var í ár haldið í Reykjavík og var mótið fyrir stúlkur fæddar 2000 og 1999 og stráka fædda 1998 og 1997.
Þrír sundmenn ÍRB voru valdir til þess að keppa, Þröstur Bjarnason, Eydís Ósk Kolbeinsdóttir og Sylwia Sienkiewicz, en því miður gat Sylwia ekki keppt þar sem hún var ekki á landinu.
Með sundmönnunum tveimur úr ÍRB kepptu Hafþór Jón Sigurðsson og Harpa Ingþórsdóttir úr SH.
Þau fjögur unnu brons í 4x200m skriðsund boðsundi þar sem allir íslensku krakkarnir syntu mjög vel.
Þröstur vann svo líka brons í 1500 m skriðsundi og bætti tíma sinn um rúmlega 6 sek og bætti svo líka tímana sína í 200 skrið, 400 skrið og í 400 fjór.
Eydís Ósk, sem er enn aðeins 12 ára, lærði heilmikið á þessu fyrsta móti. Hún synti mjög vel í boðsundinu og bætti boðsundtímann sinn um 4 sek, hún bætti sig um 1 sek í 100 flug og var aðeins nokkrar sek frá sínum besta tíma í bæði 400 fjór og 800 skrið sem hún náði inn á mótið á fyrir aðeins mánuði.
Harpa úr SH vann tvö brons 400 og 800 m skriðsundi.
Vel gert hjá öllum!!!