Gott sund hjá Sindra
Sindri Þór Jakobsson synti 100m flugsund á 55,67 sem er bæting um u.þ.b. 1,8 sek á EMU í Prag á laugardaginn.Tíminn gaf Sindra 24. sæti af 63 keppendum. Þessi tími er sérlega glæsilegur hjá Sindra Þór því hann tók ÍRB met Arnar Arnarsons 56,04 frá 2003 sem jafnframt var íslandsmet í greinininni. Til hamingju með gott sund og gott mót Sindri :-) Stjórn og þjálfarar.