Hvað þýðir "TS" á æfingartöflunni?
TS þýðir að þarna æfir hópur sundmanna sem hafa náð markmiðum hópsins fyrir ofan og munu færast upp næst þegar tilfærsla verður.
Tilfærslur eru aðeins gerðar þrisvar sinnum á ári; eftir jól, í kringum Landsbankamót og í upphafi tímabils.
Þegar sundmaður nær lágmörkum fyrir næsta hóp á móti fá þeir tilkynningu um það frá þjálfaranum sínum og sagt verður frá því í fréttabréfinu okkar, Ofurhuga.
Þessir sundmenn geta þá mætt á þessa aukaæfingu sem er merkt TS og þeirra hóp, og aðeins þá æfingu. Þeir geta þó valið í hvaða sundlaug þeir fara á þessa æfingu.
Sundmenn sem ekki hafa fengið tilkynningu um að þeir séu í TS hópnum eiga ekki að sækja þessar æfingar.
Núna er enginn sundmaður að sækja TS æfingar þar sem ekkert mót hefur verið á tímabilinu en eftir fyrsta mót verður sennilega tilkynnt um fyrstu sundmennina sem geta byrjað að mæta á TS æfingar.