Fréttir

ÍRB ætlar að rokka um helgina
Sund | 21. nóvember 2013

ÍRB ætlar að rokka um helgina

Á morgun byrjar ÍM25, stærsta íslenska mótið í 25 m laug. Mótið er opið Íslandsmeistaramót sem þýðir að sundmenn á mótinu keppa innbyrðis án tillits til aldurs um Íslandsmeistaratitilinn. ÍRB er með um 25% keppenda á mótinu og staðan virðist sterk í mörgum greinum. Sundmennirnir eru að keppast við ýmislegt. Til næmis að ná Íslandsmetum, landsliðslágmörkum, lágmörkum á Euro meet, verðlaunum á mótinu sjálfu, reyna að komast í úrslit og svo að sjálfsögðu að reyna að  bæta tímana sína. Í lok mótsins verður hið árlega lokahóf SSÍ þar sem veittar verða ýmsar viðurkenningar og farið verður yfir árangur síðasta árs.  

Það væri að sjálfsögðu frábært ef við myndum fylgja þessu stærsta liði landsins eftir með stærsta og besta stuðningsliði landsins. Riðlakeppnin byrjar kl. 9 á föstudag til sunnudags og úrslit eru kl. 17 alla dagana. Við hvetjum ykkur til þess að fjölmenna og hvetja okkar fólk! Látið heyra í ykkur og gerum ÍRB frægt fyrir góðan stuðning foreldra.

 

Enn vantar 18 stöður til þess að fylla þær vaktir sem okkur er skylt að fylla. Á hvern sundmann sem keppir þarf að skila tveimur stöðum. Þetta er ekki mikil vinna ef allir leggjast á eitt. Vaktirnar eru stuttar. Stígið fram og sýnið stuðning við börnin ykkar og liðið. Það geta allir hjálpað til því það eru ekki öll störf sem krefjast sérþekkingar t.d. ættu allir að geta skráð sig sem hlauparar. Sendið póst á : gunnlaugur@isam.is til þess að skrá ykkur í vinnu.  

Úrslit verða á meet mobile og allar upplýsingar má finna á heimasíðu SH:http://www.sh.is/id/1000409

og heimasíðu SSÍ: http://www.sundsamband.is/sundithrottir/sundithrottamot/innlend/im-25/

 Við óskum öllum sundmönnum velfarnaðar á mótinu, mætum öll og sýnum þeim stuðning!