Fréttir

Sund | 9. maí 2011

ÍRB sundmenn áttu góðar stundir á fyrsta íslenska 5000 m mótinu

Þrír sundmenn ákváðu að keppa á 5000 m mótinu sem haldið var síðastliðinn sunnudag í Reykjavík. Keppni í 5000 m sundi er krefjandi en aðallega andlega þar sem sundið krefst mikillar einbeitni í langan tíma. Af 18 körlum var Jón Ágúst með þeim fremstu og kláraði sundið á 1 klst, 2 mín. og 6.59 sekúndum og vann þar með brons, einni mínútu á undan þeim sem lenti í fjórða sæti. Átta stúlkur kepptu á mótinu og stóðu ÍRB stúlkur sig vel, Jóna Helena vann brons á tímanum 1 klst, 7 mín. og 42.89 sek. en rétt á eftir henni var Aleksandra sem lenti í fjórða sæti á tímanum 1 klst, 7 mín. og 53.68 sek. Aleksandra var 4 mínútum á undan þeirri sem var fimmta. Frábær árangur sundmenn!