Fréttir

ÍRB vaxandi afl í íslensku sundlífi
Sund | 15. október 2014

ÍRB vaxandi afl í íslensku sundlífi

ÍRB sýndi eins og í fyrra að það er vaxandi afl í Íslensku sundlífi

Stelpurnar í 1.deild sýndu aftur fjölhæfni sína og styrk með því að skara fram úr öðrum liðum og ná að sigra Bikarmótið annað árið í röð. Þær bættu stigaskor sitt og náðu að halda aftur af sterku liði SH.


Strákarnir í 1. deild náðu 2. sæti annað árið í röð og það sást að liðið er efnilegt þar sem yngstu sundmennirnir áttu mjög góð sund. Liðið var í öðru sæti á eftir SH eins og í fyrra.

Stelpurnar í 2. deild lentu í 2. sæti í ár og voru á eftir nýju sameinuðu liði Reykjavíkurliðanna, Ægis, KR, Ármanns og Fjölnis. Frábær andi í hópnum að berjast fyrir öðru sæti og enda með 4. hæsta stigaskorið yfir báðar kvennadeildirnar!

Sunneva var stigahæsti einstaklingurinn í kvennadeildinni með 719 FINA stig í 200 skrið.
Kristófer var stigahæsti einstaklingurinn í karladeildinni með 722 FINA stig í sömu grein og var árangur hans nógu góður til þess að ná B-lágmarki á HM.

Fjöldi meta voru slegin og er listi yfir þau hér fyrir neðan. Þau helstu voru að Baldvin sló gamalt Keflavíkurpiltamet Guðna Emilssonar í 200 Fjór og Eydís Ósk gerði það sama við gamalt í sömu grein sem Erla Dögg Haraldsdóttir átti.

Sunneva hélt áfram í metasöfnun sinni og sló kvennamet ÍRB í 800 m  skriðsundi og var aðeins sekúndubrotum frá ÍRB metinu í 200 skrið sem Eydís Konráðsdóttir á.

  

Eins og venjulega var liðsandinn frábær í hinni árlegu keppni kynjanna. Öll liðin þrjú kepptu um bikarinn eftirsótta. Strákarnir unnu að lokum en þeir fengu fjölmörg stig fyrir góðar bætingar og tóku því bikarinn annað árið í röð.

 

Til hamingju öll!

Ný met á Bikarmóti SSÍ

Sunneva Dögg Friðriksdóttir         200 Skrið (25m)      Konur-Njarðvík
Sunneva Dögg Friðriksdóttir         800 Skrið (25m)      Konur-ÍRB
Sunneva Dögg Friðriksdóttir         800 Skrið (25m)      Konur-Njarðvík
Íris Ósk Hilmarsdóttir                    100 Skrið (25m)      Stúlkur-Keflavík
Sunneva Dögg Friðriksdóttir          200 Skrið (25m)     Stúlkur-ÍRB
Sunneva Dögg Friðriksdóttir          200 Skrið (25m)     Stúlkur-Njarðvík
Sunneva Dögg Friðriksdóttir          800 Skrið (25m)     Stúlkur-ÍRB
Sunneva Dögg Friðriksdóttir          800 Skrið (25m)     Stúlkur-Njarðvík
Baldvin Sigmarsson                        200 Fjór (25m)       Piltar-Keflavík
Gunnhildur Björg Baldursdóttir     100 Flug (25m)       Telpur-Njarðvík
Gunnhildur Björg Baldursdóttir      200 Flug (25m)      Telpur-Njarðvík
Eydís Ósk Kolbeinsdóttir                200 Fjór (25m)       Telpur-Njarðvík
Eydís Ósk Kolbeinsdóttir                400 Fjór (25m)       Telpur-Njarðvík

Íris Ósk Hilmarsdóttir                    4x100 Fjór (25m)     Konur-ÍRB
Karen Mist Arngeirsdóttir
Erla Sigurjónsdóttir
Sunneva Dögg Friðríksdóttir

Úrslit 1. deild       Úrslit 2. deild    Boðsund 1. deild