Íris Ósk er sundmaður mánaðarins í Landsliðshópi
Sundmaður desembermánaðar í Landsliðshópi er Íris Ósk Hilmarsdóttir. Hér er hún ásamt liðsfélögum sínum þeim Laufeyju, Sunnevu og Birtu.
1) Hve lengi hefur þú stundað sund?
Ég byrjaði 3 ára.
2) Hve margar æfingar stefnir þú á að ná á viku núna?
8
3) Hvaða aðrar æfingar stundar þú til þess að hjálpa þér í sundinu?
Þrek og yoga
4) Hvaða markmiði ert þú að vinna að fyrir næstu 6 mánuði?
750 FINA stig og ná inná HMU
5) Hvaða markmiði ert þú að vinna að fyrir næstu tvö ár?
800 FINA stig og svo ná sæti á EMU.
6) Hver er besta upplifun sem þú hefur átt með sundliðinu?
Allar utanlandsferðirnar
7) Hvaða mót sem þú hefur farið á heldur þú mest upp á?
NMÆ í Danmörku en svo er NMU í Finnlandi ekki langt frá
8) Hvaða sund eða annan árangur hefur þú verið ánægðust með?
Bara bæði skiptin sem ég varð norðurlandameistari.
9) Hverjar eru uppáhalds greinarnar þínar?
50,100 og 200 bak
10) Hvað fær þig til þess að vakna á morgnanna og mæta á æfingu?
Pabbi
11) Til hvaða sundmanna lítur þú mest upp til?
Missy Franklin og Eygló Ósk
12) Til hverja utan við sundið lítur þú mest upp til?
Steve Jobs
13) Hvert í heiminum langar þig mest til þess að ferðast?
Rio de Janeiro
14) Er eitthvað annað en sund sem þú hefur ástríðu fyrir?
u já modern family hahaha
15) Hver er uppáhalds bókin þín og bíómynd?
Ég á enga uppáhaldsbók en uppáhalds mynd er home alone 1 og 2
16) Hvert er uppáhalds nammið þitt?
Maltesers
17) Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í einu orði?
Þrjósk, ákveðin og klikkuð sögðu þau
18) Hver er uppáhalds teiknimyndapersónan þín, úr bókum, sjónvarpsþáttum eða bíómyndum?
Sigurlína Nílendína Rúllugardína Krúsimunda Eframínsdóttir Langsokkur hahha a.k.a Lína Langsokkur