Fréttir

Sund | 14. nóvember 2010

Íslandsmeistaramóti í 25m laug lokið

Nú er síðasta degi á ÍM 25 lokið og stóðu krakkarnir sig mjög vel. Eins og áður var töluvert um bætingar þrátt fyrir þreytu eftir langt og strangt mót. Þeir sem unnu til verðlauna í dag voru Ólöf Edda Eðvarðsdóttir í 200 metra fjórsundi en hún endaði í 3. sæti á tímanum 2.28.36. Jóna Helena Bjarnadóttir endaði í 3. sæti í 400 metra skriðsundi á tímanum 4.30.12. Kristinn Ásgeir Gylfason endaði í 3. sæti í 100 metra flugsundi á tímanum 59.18. Svo í lokin endaði Jóhanna Júlía Júlíussdóttir í 3. sæti í 200 metra baksundi á tímanum 2.24.06. Til hamingju krakkar. Það er einnig gaman að segja frá því að Jóhanna Júlía Júlíusdóttir náði lágmarki fyrir Norðurlandameistaramót unglinga sem haldið verður í Danmörku í desember næstkomandi þegar hún synti í undanrásum í 200 metra fjórsundi á tímanum 2.25.39. Til hamingju Jóhanna.

Í kvöld er svo lokahóf á Grand Hótel þar sem allir sundmennirnir okkar verða ásamt þjálfurum og foreldrum.