Fréttir

Sund | 4. nóvember 2008

Íslandsmet

Það sem af er árinu 2008 þá hafa verið sett 14 íslandsmet í 50m lauginni og 6 íslandsmet í 25m lauginni í fullorðinsflokki. Það sem er ánægjulegt fyrir okkur ÍRB- liða er að af þeim 14 metum sem sett hafa verið í 50m lauginni þá eru 9 af þeim frá okkar fólki, Árni Már 1 met, Sindri Þór 1 met, Erla Dögg 6 met og karlasveit ÍRB 1 met. Í 25 metra lauginni þá hafa verið sett 6 íslandsmet í fullorðinsfokki og af þeim eru fjögur frá ÍRB fólki. Karlasveitin 1 met og Erla Dögg með fjögur met. Til hamingju með þennan glæsta árangur sundfólk úr ÍRB. Stjórn og þjálfarar.