Íslandsmet, meyjamet og 5 titlar
Sundfólkinu okkar hefur gengið allt í haginn það sem af er móti, alls hafa nú þegar unnist 5 íslandsmeistaratitlar og sundfólkið hefur verið að bæta sig í nánast hverri grein. Erla Dögg Haraldsdóttir setti í dag glæsilegt nýtt íslandsmet í 100m fjórsundi þegar hún bætti eldra met sitt um tæplega eina sekúndu. Fleiri met féllu og var þar að verki Ólöf Edda Eðvarðsdóttir sem heldur áfram að bæta meyjametin, en hún setti í dag nýtt glæsilegt aldursflokkamet í 200m bringusundi, þegar hún bætti nýlegt met sitt um tæplega sekúndu. Þeir sem hafa unnið til íslandsmeistaratitils eru: Erla Dögg Haraldsdóttir í 100m fjórsundi, Árni Már Árnason í 100m fjórsundi og 100m skriðsundi, Kristinn Ásgeir Gylfason í 200m flugsundi og Davíð Hildiberg Aðalsteinsson í 50m baksundi. Þeir sem hafa unnið til annarra verðlauna eru: Rúnar Ingi Eðvarðsson á flottum tíma í 1500m skriðsundi, Davíð Hildiberg Aðalsteinsson í 100m skriðsundi, Soffía Klemenzdóttir í 200m flugsundi, Erla Dögg Haraldsdóttir í 200m bringusundi og Gunnar Örn Arnarson í 200m bringusundi. Til hamingju með flottan árangur sundmenn og áfram gakk :-) Stjórn og þjálfarar.