Fréttir

Sund | 15. nóvember 2010

Jóhanna Júlía náði lágmarki á Norðurlandameistaramót unglinga

Það er gaman að segja frá því að Jóhanna Júlía Júlíusdóttir náði lágmarki fyrir Norðurlandameistaramót unglinga sem haldið verður í Danmörku í desember næstkomandi þegar hún synti í undanrásum á ÍM25 í 200 metra fjórsundi á tímanum 2.25.39.  Jóhanna var valinn sundmaður síðasta mánaðar hjá ÍRB og þetta sýnir hve langt sundmenn geta náð með mikilli vinnu og dugnaði sem hún hefur lagt í hverja æfingu. Jóhanna mun keppa í þremur öðrum greinum auk  þess sem hún keppir í 200 metra fjórsundi.  Auk Jóhönnu munu fjórir aðrir frá Íslandi taka þátt á mótinu. Til hamingju með þennan frábæra árangur Jóhanna og við erum viss um að þú munir undirbúa þig vel fyrir mótið og þú verður verðugur fulltrúi okkar frá ÍRB.

Stjórn og þjálfarar.