Karen sundmaður mánaðarins í Landsliðshóp
Sundmaður júlímánaðar í Landsliðshópi er Karen Mist Arngeirsdóttir. Hér er Karen (t.v.) með liðsfélögum sínum Sylwiu, Sunnevu og Eydísi.
1) Hve lengi hefur þú stundað sund?
Ég byrjaði í ungbarnasundi, tók svo smá pásu og byrjaði aftur þegar ég flutti í Reykjanesbæ 8 ára, þökk sé Eydísi og Gunnhildi (0=
2) Hve margar æfingar stefnir þú á að ná á viku núna?
7-8 æfingar
3) Hvaða aðrar æfingar stundar þú til þess að hjálpa þér í sundinu?
þrek og jóga
4) Hvaða markmiði ert þú að vinna að fyrir næstu 6 mánuði?
Ná í landsliðshóp aftur
5) Hvaða markmiði ert þú að vinna að fyrir næstu tvö ár?
Komast í landsliðsverkefni.
6) Hver er besta upplifun sem þú hefur átt með sundliðinu?
Danmerkurferðin 2012
7) Hvaða mót sem þú hefur farið á heldur þú mest upp á?
ÍM 25 og AMÍ 2013
8) Hvaða sund eða annan árangur hefur þú verið ánægðust með?
Þegar ég fékk fyrsta rauða fina litinn í 100 bringu.
9) Hverjar eru uppáhalds greinarnar þínar?
50, 100 og 200 bringa
10) Hvað fær þig til þess að vakna á morgnanna og mæta á æfingu?
Mamma og hugsunin að æfingin skapi meistarann.
11) Til hvaða sundmanna lítur þú mest upp til?
Rebecca Soni og Erla Dögg
12) Til hverja utan við sundið lítur þú mest upp til?
Mömmu minnar, hún er best
13) Hvert í heiminum langar þig mest til þess að ferðast?
Hawai og Parísar
14) Er eitthvað annað en sund sem þú hefur ástríðu fyrir?
Vera með vinum mínum, dansa og syngja.
15) Hver er uppáhalds bókin þín og bíómynd?
Bókin er það Loforðið eftir Hrund Þórsdóttur og ég á enga sérstaka uppáhalds bíómynd.
16) Hvert er uppáhalds nammið þitt?
ALLT nema nammi með hnetum og hnetusmjöri
17) Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í einu orði?
Fyndin, hreinskilin, skemmtileg og ákveðin.
18) Hver er uppáhalds teiknimyndapersónan þín, úr bókum, sjónvarpsþáttum eða bíómyndum?
Mikki mús og Mína mús