Fréttir

Sund | 19. nóvember 2011

Miklar framfarir á vel heppnuðu langsundsmóti!

 Langsundmótið í dag var algjörlega frábært. Ný ÍRB met voru sett í hverjum einasta aldursflokki kvenna og einnig voru sett nokkur met hjá strákunum framfarirnar eru því stórglæsilegar. Það var aðdáunarvert að sjá hve nálægt Íslandsmetinu sundmennirnir okkar náðu að færa ÍRB metin. Kíkið á hve ótrúlega nálægt mörg þeirra komust nærri Íslandsmetinu. Þetta er mjög spennandi því þessi sund eru ekki aðalkeppnisgreinar þessara sundmanna.

Það var einnig ótrúlegt að vera vitni að því þegar Sóley Ósk Hafsteinsdóttir kláraði 1500 m flugsund á tímanum 25:12.15 Vá-þvílíkt hugrekki! Til hamingju Sóley!!!

Takk allir sem hjálpuðuð til, það er ekki hægt að halda svona sundmót án ykkar. Ég vona að enn fleiri komi og hjálpi næst, þetta er gert fyrir krakkana okkar og við þurfum eins margar hjálparhendur og möguleiki er á.

Sjáumst í næstu viku á Aðventumótinu en það er síðasta stóra mót ársins og mikilvægt til að ná í síðustu stigin í Ofurhuga og XLR8 á þessu ári.

Jóhanna Júlía færðist upp á topp á listanum með því að synda frábært 1500 m sund og bæta tímann sinn um næstum því 2 mín á einu ári. Hún var mjög nálæst Íslandsmetinu í Stúlknaflokki, aldursflokki sem hún á eftir að synda í næstu tvö árin! Vel gert Jóhanna!

Munið að við byrjum aftur frá byrjun í hvatningarkerfunum í janúar þegar sundmenn færast upp um eitt ár í kerfinu okkar-svo haldið áfram að keppa!

Hægt er að skoða öll met hér á síðunni undir keppni- metaskrá.

Úrslit er að finna undir keppni-úrslit sundmanna ÍRB.

Ant.

ÍRB met á langsundmóti:

Jóna Helena Bjarnadóttir 1500 Skrið (25m) Konur-ÍRB

17:35.77 - Icelandic Record 17:23.24

Jóhanna Júlía Júlíusdóttir 1500 Skrið (25m) Stúlkur-ÍRB

17:39.41 - Icelandic Record 17:32.05

Ólöf Edda Eðvarðsdóttir 1500 Skrið (25m) Telpur-ÍRB

18:08.05 - Icelandic Record 17:34.65

Baldvin Sigmarsson 800 Skrið (25m) Drengir-ÍRB

8:57.47 - Icelandic Record 8:44.59

Baldvin Sigmarsson 1500 Skrið (25m) Drengir-ÍRB

16:45.55 - Icelandic Record 16:32.96

Sunneva Dögg Friðriksdóttir 1500 Skrið (25m) Meyjar-ÍRB

19:13.73 - Icelandic Record 18:34.08

Stefania Sigurþórsdóttir 800 Skrið (25m) Hnátur-ÍRB

11:28.48

Stefania Sigurþórsdóttir 1500 Skrið (25m) Hnátur-ÍRB

21:44.05

Sigmar Marijón Friðriksson 800 Skrið (25m) Hnokkar-ÍRB

12:47.68

Sigmar Marijón Friðriksson 1500 Skrið (25m) Hnokkar-ÍRB

24:10.48