Fréttir

Sund | 3. nóvember 2010

Nú er hægt að sækja um hvatagreiðslur á mittReykjanes.is

Nöfn 6-18 ára sundmanna sem æfa hjá ÍRB, bæði frá Njarðvík og Keflavík, eru komin inn á mittreykjanes.is og þar með geta foreldrar skráð sig þar og og sótt um hvatagreiðslur. Þetta virkar þannig að foreldri skráir sig inn á mittreykjanes.is og velur hvatagreiðslur, þá birtast nöfn barna/barns, sótt er um hvatagreiðslu og gefið upp reikningsnúmer.

 

Hér er að finna frétt á vef Reykjanesbæjar um hvatagreiðslur. http://www.rnb.is/news_all_new.asp?cat_id=1382&module_id=220&element_id=15028&s=hvatagreiðslur

 

Ef þið hafið spurningar varðandi mittReykjanes eða hvatagreiðslurnar sem slíkar, þá vinsamlega leitið á vef Reykjanesbæjar www.rnb.is eða til Reykjanesbæjar. Ef spurningar varðar greiðslu æfingagjalda, þá vinsamlegast beinið þeim til gjaldkera sunddeildarinnar.