Fréttir

Ofurhugi desembermánaðar
Sund | 29. desember 2012

Ofurhugi desembermánaðar

 

Ofurhugi desembermánaðar, fréttabréf sunddeildarinnar, er kominn út!
 
Við í stjórn viljum sérstaklega vekja athygli allra í efstu hópunum á grein, Auknar kröfur í öllum hópum – Mikilvægt! sem fjallar um viðmið næsta árs en þar segir meðal annars.

Lið geta orðið fórnarlömb eigins árangurs. Efstu hóparnir okkar geta aðeins sinnt ákveðnum fjölda sundmanna. Við höfum takmarkað pláss og tíma í lauginni og einnig eru takmörk fyrir því hvað hver þjálfari getur sinnt mörgum sundmönnum í sama hópi. Þegar þrýstingurinn frá yngri hópum eykst verður til flöskuháls efst þar sem fleiri sundmenn koma upp án þess að sundmenn hætti. Fyrir 2 árum voru aðeins 20 sundmenn í efstu hópunum. Núna eru þeir oft yfir 30. Annað gott merki um að okkur gengur vel er að meðalaldur í efstu hópunum er að hækka og við hlökkum til að sjá þennan aldur hækka enn meira.

En vegna alls þessa þurfum við að bregðast við og herða einnig kröfurnar í efstu hópunum frá byrjun nýs sundtímabils 2013 til 2014 í  ágúst 2013.

Vegna takmarkaðs pláss í lauginni og umfram eftirspurnar við að komast í efstu hópana verða kröfurnar auknar. Það sem breytist fyrst er að við munum gera meiri kröfur um skuldbindingu sundmanna þar sem það er eina breytan sem fjölskyldur og sundmenn geta sjálfir haft áhrif á.

Sundmenn sem vilja vera í Landsliðshópi frá ágúst 2013 þurfa því að hafa náð viðeigandi tímum (sjá heimsíðuna okkar), hafa náð yfir 3600 XLR8 stigum og hafa verið með gula mætingu sundárið 2012/2013 að meðaltali. Þá þurfa sundmenn að hafa náð landsliðsaldri.

Sundmenn sem vilja vera í Keppnishópi frá ágúst 2013 verða að hafa náð yfir 3400 XLR8 stigum (hækkað um 200) og hafa náð að meðaltali blárri mætingu sundárið 2012/2013. Sundmenn þurfa að vera í flokki telpna/drengja eða eldri.

Við kynnum þetta núna svo að sundmenn og fjölskyldur þeirra hafi nægan tíma til að gera viðeigandi breytingar á æfingaáætlun sundmannsins til að ná inn í þá hópa sem þeir vilja á nýju sundári.

Gangi ykkur vel með það sem eftir er af þessu sundári!

Um leið og við þökkum ánægjulegt samstarf á liðnu ári þá hlökkum við til að takast á við þau verkefni sem framundan eru á árinu. Þar er stærst okkar árlega Landsbankamót um miðjan maí og lokahófið okkar.