Ólympíuleikar og æfingabúðir fyrir ólympíufara framtíðarinnar
Ólympíuleikarnir hefjast á morgun, föstudag. Við ÍRB fólk verðum öll límd við skjáinn til þess að horfa á Árna Má keppa í 50 m skriðsundi. Markmiðið hans er án efa að bæta Íslandsmetið aftur og við óskum honum góðs gengis.
Flestir í afrekshópum ÍRB fljúga á sunnudagskvöld til Danmerkur til þess að taka þátt í æfingabúðum þar sem áhersla verður á tækniæfingar og undirbúning fyrir næsta tímabil. Þetta verður frábær vika en mikil vinna hefur verið lögð í undirbúning þeirra. Á hverju kvöldi munu sundmenn horfa á sundkeppni Ólympíuleikanna og við munum fylgjast spennt með Árna Má og Íslenska liðinu. Hver veit hverjir keppa fyrir Ísland í Ríó í Brasilíu eftir fjögur ár?
Fararstjórar í ferðinni verða Anna, Harpa og Sigurþór og þjálfarar verða Anthony og Hjördís. Undirbúningsvinna fyrir æfingabúðirnar er þegar hafin og eru flestir sundmenn aftur komnir í laugina. Hjá sundmönnum fer þessi vika í að rannsaka hugann þar sem við reynum nú að veita þeim áskorun um það hvernig þau hugsa um sundið.
Þessi vídeó eru frábær til þess að koma sér í rétta skapið fyrir Ólympíuleikana!
http://www.youtube.com/watch?v=QcwiGIGMjSg
http://www.youtube.com/watch?feature=fvwp&NR=1&v=8JzpS3NMW3U