Páskamót ÍRB
Páskamót ÍRB var haldið í Vatnaveröld 13. apríl. Um 120 börn á aldrinum 7-12 ára kepptu á mótinu og stóðu þau sig virkilega vel. Margir voru að bæta tíma sína og enn fleiri voru að ná í sína fyrstu tíma enda voru þarna margir krakkar að synda á sínu fyrsta sundmóti. Úrslit á mótinu má finna á síðum Keflavíkur og UMFN. Sundmennirnir fengu svo allir þátttökupening og páskaegg í verðlaun að móti loknu. Við viljum þakka foreldrum, dómurum og öðrum sem unnu á mótinu kærlega fyrir því án ykkar vinnu væri ekki hægt að halda svona mót.
Fleiri myndir í myndasafni.